[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ASHLEY nokkur Judd er fædd í Kentucky ríki í Bandaríkjunum þann 19. apríl árið 1968, og heitir eftir bænum sem hún er fædd í, Ashland. Stúlkan sem nú býr í Los Angeles, eins og kvikmyndastjarna er siður, verður því 32ja ára á miðvikudaginn.

ASHLEY nokkur Judd er fædd í Kentucky ríki í Bandaríkjunum þann 19. apríl árið 1968, og heitir eftir bænum sem hún er fædd í, Ashland. Stúlkan sem nú býr í Los Angeles, eins og kvikmyndastjarna er siður, verður því 32ja ára á miðvikudaginn. Hún er hrútur með tungl í steingeit og rísandi ljón. Eldmóður hrútsns ætti að koma henni áfram í lífinu en hins vegar hefur móðir hennar kántrýsöngkonan Naomi Judd sjálfsagt farið í taugarnar á henni, þegar hún hefur opinberlega sýnt andúð sína á kvikmyndum dótturinnar því þær sýna kynlíf og ofbeldi. Hrútar þola síst af öllu boð og bönn og að einhver sé að skipta sér af þeim. Þeir eru sérstaklega sjálfstæðir og vilja bara fara sínar eigin leiðir.

Að vera með tungl í steingeit þýðir að líklega er Ashley alvarlega þenkjandi og ekkert fyrir að sýna tilfinningar sínar. Það er hins vegar öfugt við eðli hrútsins sem verður að fá útrás á því sviðinu, og því mjög hentugt fyrir Ashley að gera það í vinnunni, á bak við grímuna, þá á hún ekki á hættu að gera sig að fífli eins og hún líklega óttast. Sem rísandi ljón er eðli hennar að vilja vera í sviðsljósinu, skapandi og mikilúðug. Og þannig fólk á náttúrulega best heima í skemmtanabransanum.

Að hafa Merkúr í hrúti gerir hana uppfinningasama og kraftmikinn hugsuð og með mars í nauti getur hún unnið endalaust og ekkert getur stoppað hana.

Við erum eftir að sjá Ashley í a.m.k. tveimur myndum í ár: "Where the Heart is" þar sem hún leikur á móti ekki verri leikkonum en Natalie Portman, Stockard Channing og Joan Cusack. Seinni myndin heitir Dexterity og í henni leikur hún á móti Matthew McConaughey. Kannski er hún ekki jafn öfundsverð af því og marga stúlkuna kann að gruna, því þau voru eitt sinn kærustupar. Engum sögum fer af því hvers vegna sambandið entist ekki. Matthew er hins vegar fæddur 4. nóvember 1969 og er því sporðdreki. Það hefur löngum verið mál manna að hrútur og sporðdreki geti ekki átt í langvarandi og traustu sambandi, til þess sé eðli þeirra of ólíkt, hér rekist saman vatn og eldur og allir sjá að ekki verður mikið úr því. Það yrði of óþægilegt fyrir hrútinn Ashley að þurfa að tipla á tánum í kringum sporðdrekann og umgangast hann með fullri virðingu og tillitsemi og draga úr sínum meðfædda eldmóði. Ef eitthvað er neikvætt við hina ágætu hrúta þá er það að þeir eru ruddalegir, óþolinmóðir, sjálfselskir og þrætusamir. Þeir eru hins vegar fullkomlega einlægir, blátt áfram og jákvæðir, og það gæti reynst sporðdrekanum Matthew erfitt að vera jafn hreinskilinn og heiðarlegur og hún krefst, þótt hann sé að eðlisfari mjög elskulegur, viðkvæmur og ástríðufullur.

Ashley hefur nú verið með fleiri frægum körlum. Má nefna þá Robert De Niro og Michael Bolton og núna er hún með kappaksturskappanum Dario Franchitti.