[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ísland Sex daga ferðir til Hong Kong FLUGLEIÐIR ætla í byrjun næstu viku að bjóða upp á ferðir á Netinu til Hong Kong.

Ísland

Sex daga ferðir til Hong Kong

FLUGLEIÐIR ætla í byrjun næstu viku að bjóða upp á ferðir á Netinu til Hong Kong.

Svana Sigurjónsdóttir, sölustjóri hjá Flugleiðum, segir að þessar ferðir séu mögulegar vegna góðra samninga milli Flugleiða og flugfélagsins Cathay Pacific.

"Fyrsta ferðin verður frá 3. til 9. maí. Flogið verður til Frankurt með Flugleiðum og síðan þaðan til Hong Kong með Cathay Pacific. Hér er um nettilboð að ræða og verður hægt að bóka sig í ferðina í byrjun næstu viku," segir Svana.

Að sögn hennar er allt innifalið, flug, gisting á fjögurra stjörnu hóteli, flugvallaskattar og verðið er í kringum 70.000 krónur. Þess má að lokum geta að fyrirhugaðar eru fleiri ferðir í maí.

Danmörk

Tívolí

Fyrirhuguð sala Carlsbergfyrirtækisins á Tívolíinu í Kaupmannahöfn mun hafa þær breytingar í för með sér að Tívolíið sjálft getur tekið yfir

veitingarekstur í skemmtigarðinum. Hingað til hefur sá möguleiki ekki verið

fyrir hendi af þeim sökum að ekki hefur verið vilji fyrir að veita áfengisleyfi vegna þess að Carlsbergfyrirtækið er eigandinn. En með fyrirhugaðri sölu Carlsberg á Tívolí hefur afstaða manna til áfengisleyfis

breyst og hefur verið rætt um að skemmtigarðurinn sjálfur muni yfirtaka rekstur hinna 48 veitingastaða á svæðinu.

Standby.com

Sameinuðu arabísku

furstadæmin

Erlendir ferðamenn brátt velkomnir

Ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna tilkynnti fyrir skömmu breytingar á reglugerð er varðar veitingu vegabréfaáritana til ferðamanna og eru þær sagðar fyrsta skref ríkisstjórnarinnar í átt til þess að opna landið fyrir erlendum ferðamönnum. Í september síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin að veita pílagrímum leyfi til að ferðast út fyrir helgu borgirnar Mekka og Medína.

ABCnews.com

Grænland

Helmingsstækkun hótels

Hótel Arctic í Illilussat á vesturströnd Grænlands, sem er stærsta hótel utan höfuðstaðarins Nuuk, mun á næstunni verða stækkað um allt að helming. Nú um stundir eru 65 herbergi á hótelinu og þar að auki fimm snjóhús. Tveir þriðju hlutar gesta hótelsins, sem stendur u.þ.b. 250 km fyrir norðan heimskautsbaug, heimsækja það í tengslum við ráðstefnur og viðskiptaferðir en þriðjungur gesta eru ferðamenn.

www.standby.dk