ELSTI Húsvíkingurinn, Rannveig Kristjánsdóttir frá Tunguvöllum á Tjörnesi, systir Karls fyrrverandi alþingismanns, er 100 ára í dag, sunnudaginn 16. apríl. Hún dvelur nú á Sjúkrahúsinu á Húsavík.

ELSTI Húsvíkingurinn, Rannveig Kristjánsdóttir frá Tunguvöllum á Tjörnesi, systir Karls fyrrverandi alþingismanns, er 100 ára í dag, sunnudaginn 16. apríl. Hún dvelur nú á Sjúkrahúsinu á Húsavík.

Rannveig kvæntist 1931 Jóhannesi Jónssyni frá Árbæ og hófu þau þá búskap að ¼ hluta af jörðinni Ytri-Tungu á Tjörnesi og nefndu bæ sinn Tunguvelli. Þar bjuggu þau farsælu búi í hálfa öld þar til þau brugðu búi og fluttust að Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík. Jóhannes lést árið 1993. Þeim varð þriggja barna auðið og lifa tvö þeirra.

Rannveig lætur dægurmál nútímans sig nú litlu skipta en styttir sér stundir við að líta í bækur og á borði við rúm hennar er ávallt sálmabókin og nokkrar ljóðabækur. En um dagana hefur hún verið mjög ljóðelsk og dáir meira eldri skáldin en þau yngri.