VINNA við fyrsta áfanga á Reykjavíkurflugvelli gengur vel en honum á að ljúka í september nk. að sögn Emils Ágústssonar verkefnisstjóra.

VINNA við fyrsta áfanga á Reykjavíkurflugvelli gengur vel en honum á að ljúka í september nk. að sögn Emils Ágústssonar verkefnisstjóra. "Það er verið að brjóta upp malbikið sem fyrir er á brautinni og fjarlægja alla mold sem er undir," sagði hann.

"Lagt verður burðarhæft efni þannig að brautirnar hætta að síga eins og þær hafa gert hingað til en brautin var upphaflega lögð ofaná mýri og yfir holtið, sem þarna var fyrir. Sótt var rauðamöl í Rauðhólum og henni dreift yfir en undir er mýri sem er á fleygiferð eftir því sem grunnvatnsstaðan er hverju sinni."