RAFMAGN fór af á öllum Vestfjörðum, nema Hólmavík og nágrenni, á föstudagsmorgun þegar vesturlína Landsvirkjunar datt út. Rafmagnsleysið varði ekki lengi þar sem keyrt var áfram á vararafmagni.

RAFMAGN fór af á öllum Vestfjörðum, nema Hólmavík og nágrenni, á föstudagsmorgun þegar vesturlína Landsvirkjunar datt út.

Rafmagnsleysið varði ekki lengi þar sem keyrt var áfram á vararafmagni. Sölvi Sólbergsson, starfsmaður Orkubús Vestfjarða, sagði í gærmorgun að vesturlínan hefði orðið fyrir skemmdum í Gufudal, líklega af völdum talsverðs hvassviðris þar á föstudag.

Viðgerðarmenn héldu í Gufudal strax og bilunarinnar varð vart og tókst þeim að koma línunni í lag síðdegis á föstudag.