VW Lupo fékk fullt hús stiga.
VW Lupo fékk fullt hús stiga.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
EURO-NCAP (New Car Assessment Program) sem miðar að því að veita bílaframleiðendum aðhald með því að árekstrarprófa nýjar gerðir bíla. Nýlega voru gefnar út niðurstöður í árekstrarprófunum á smábílum.

EURO-NCAP (New Car Assessment Program) sem miðar að því að veita bílaframleiðendum aðhald með því að árekstrarprófa nýjar gerðir bíla. Nýlega voru gefnar út niðurstöður í árekstrarprófunum á smábílum. Tveir bílar, Fiat Punto og VW Lupo, þóttu bera af öðrum bílum í þessari prófun. Fyrir fimm árum, þegar sams konar könnun var gerð, fékk enginn smábíll fjórar stjörnur og flestir aðeins tvær.

Hér á eftir koma niðurstöðurnar. Innan sviga á eftir stjörnugjöfinni kemur lýsing á bílnum sem er prófaður.

Fiat Punto

(Loftpúði í stýri, án loftpúða fyrir farþega í framsæti og hliðarpúða). Fiat Punto er nýr bíll á markaðnum. Hann fær fjórar stjörnur í prófuninni sem er besta niðurstaðan ásamt VW Lupo. Á Íslandi er Punto seldur með tveimur loftpúðum.

Ford Fiesta

(Loftpúði í stýri, án loftpúða fyrir farþega í framsæti og hliðarpúða). Ford Fiesta byggist á teikningu sem er komin til ára sinna þrátt fyrir andlitslyftingar. Hann fékk einnig þrjár stjörnur 1997.

Honda Logo

(Loftpúði í stýri, án loftpúða fyrir farþega í framsæti og hliðarpúða). Honda Logo fékk þrjár stjörnur en þykir samt ekki skipa sér í fylkingu bestu bílanna í þessum flokki.

Opel Corsa

(Loftpúði í stýri, án loftpúða fyrir farþega í framsæti og hliðarpúða). Opel Corsa er væntanlegur á árinu með nýrri yfirbyggingu. Hann er fáanlegur með tveimur loftpúðum sem getur hjálpað upp á sakirnar.

VW Polo

(Loftpúði í stýri, án loftpúða fyrir farþega í framsæti og hliðarpúða). Sömuleiðis eldri gerð Polo sem er prófuð.

Hyundai Atos

(Loftpúði í stýri, án loftpúða fyrir farþega í framsæti og hliðarpúða). Atos fékk þrjár stjörnur þrátt fyrir að farþegarýmið aflagist verulega.

Nissan Micra

(Loftpúði í stýri, án loftpúða fyrir farþega í framsæti og hliðarpúða). Tekið er fram að Micra vegi aðeins 930 kg sem hái honum í öryggislegu tilliti.

Renault Clio

(Loftpúði í stýri, án loftpúða fyrir farþega í framsæti og hliðarpúða). Prófun NCAP gildir um Clio af eldri gerð og er tekið fram að nýi bíllinn fái sannarlega betri útkomu, án þess að það sé nánar skýrt. Clio er fáanlegur með tveimur loftpúðum.

VW Lupo

(Loftpúði í stýri og fyrir farþega í framsæti, hliðarpúðar). Nýr smábíll VW fær fullt hús stiga og er útnefndur öruggasti bíllinn í þessum stærðarflokki.