FULLTRÚAR Landsvirkjunar héldu kynningu í Hótel Reynihlíð sl. laugardag á hugmyndum að stækkun Kröflustöðvar um 40 MW. Þar var hægt að skoða frumdrög að fyrirkomulagi stækkunarinnar.

FULLTRÚAR Landsvirkjunar héldu kynningu í Hótel Reynihlíð sl. laugardag á hugmyndum að stækkun Kröflustöðvar um 40 MW. Þar var hægt að skoða frumdrög að fyrirkomulagi stækkunarinnar. Einnig var kynning á tillögu að matsáætlun þeirri sem unnin er í tengslum við mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Kynningin var öllum opin. Fyrr um daginn var sérstakur fundur með landeigendum Reykjahlíðar en Kröfluvirkjun er í landi jarðarinnar.

Framkvæmdir við Kröflu hófust fyrst 1974-5 og gekk á ýmsu framan af svo sem alkunna er og voru erfiðleikar vegna náttúruhamfara á svæðinu fram til 1984. Síðan hafa mál þróast svo að Krafla framleiðir 60 MW af rafmagni eins og upphafleg áætlun gerði ráð fyrir, auk þess er umframgufa til staðar fyrir meira en helming þeirrar stækkunar sem nú er rætt um.

Mývatnssveit. Morgunblaðið.