1. september 1990 | Menningarblað/Lesbók | 984 orð

Gítarinn bar hana til leiklistarinnar Viðtal við Hrafnhildi Hagalín

Gítarinn bar hana til leiklistarinnar Viðtal við Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur LEIKFÉLAG Reykjavíkur er að hefja áskriftarmiða sölu sína og gefur um leið upp væntanlegar nýjar sýningar í vetur.

Gítarinn bar hana til leiklistarinnar Viðtal við Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur

LEIKFÉLAG Reykjavíkur er að hefja áskriftarmiða sölu sína og gefur um leið upp væntanlegar nýjar sýningar í vetur. Fyrsta frumsýningin verður hinn gamalkunni gamanleikur Fló á skinni" eftir Georges Feydeau, þá tvö ný íslensk leikrit, Ég er meistarinn" eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur og Ég er hættur, farinn", eftir Kristínu Magnúsdóttur, sem hlaut verðlaun í samkeppni leikhússins í fyrra, og loks verður um jólaleytið tilbúinn nýr söngleikur eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonarson. Það vakti athygli okkar að þarna er að koma fram ungur og spennandi leikritahöfundur, Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir. Þótt hún sé dóttir leikaranna Sigríðar Hagalín og Guðmundar heitins Pálssonar, hefur ekki heyrst að hún sjálf hafi verið aðleggja þeirri listagyðju lið. Við lögðum því leið okkar upp í leikhús, þar sem þessi frumraun Hrafnhildar, Ég er meistarinn", er í æfingu og verður væntanlega frumsýnt á Litla sviðinu 30. september.

rafnhildur hefur verið í tónlistarnámi í fjöldamörg ár. Húnkvaðst hafa farið að læra gítarleik 8 ára gömul hjá Eyþóri Þorlákssyni, sem varð einsog hennar annar faðir, segir hún. Þegar hún var nítján ára gömul varð kennari hennar í Tónlistarskólanum Páll Eyjólfsson og frá honum útskrifaðist hún árið eftir að hún varð stúdent. Hrafnhildur hefur haft nóg að gera, því auk þess að ljúka námi samhliða í menntaskóla og tónlistarskóla, var hún framan af einnig í píanón ámi. Svo kom að því að ég varðað velja á milli hljóðfæra," segir Hrafnhildur. Ég hefi stundum sagt að það hafi verið eins og að þurfa að velja á milli tveggja barna sinna, fatlaða barnsins og þess heila og ég valdi fatlaða barnið. Það er svo stutt síðan farið var að taka gítarinn sem alvarlegt hljóðfæri."

Ekki leiddi þessi braut til leiklistarinnar. Og þó. Óbeint. Árið eftir hélt Hrafnhildur til Alcoy í Alicante héraði á Spáni, til þekkts gítarkennara og nemanda Segovia, sem safnar að sér nemendum víðs vegar að úr heiminum. Ég var alltaf við það að hætta, einkum þegar komið var undir vor, en mér gekk sæmilega og var hvött til að halda áfram. Ég æfði mig mjög mikið fram að jólum þetta ár. Kom þá heim með gítarinn undir hendinni, lagði hann frá mér og saknaði þess ekkert að spila ekki. Svo fór ég að fá bakþanka. Þetta væri ekki eðlilegt. Ég settist niður og hugsaði minn gang og ákvað á einum degi að hætta að spila. Samt ákvað ég að vera úti á sama stað út veturinn og fara að skrifa í stað þessað spila. Þarna var ég svo innanum gítarleikarana og skrifaði um þá, byrjaði á þessu leikriti sem fjallar um gítarleikara. Skrifaði þar tvö fyrstu atriðin. Eina breytingin var sú að ég var sjálf hætt að spila. En það var erfitt að útskýra þetta fyrir kennaranum mínum, sem varð alveg æfur."

En Hrafnhildur var ekki ókunnug leikhúsinu og leiklistinni. Hún var auðvitað oft með mömmu sinni og pabba á æfingum og sýningum þegar hún var lítil. Ég er alin upp í leikhúsinu," segirhún þegar við víkjum talinu að því. Fyrsta sýningin sem ég sá var Jeppi á Fjalli með Lárusi Pálssyni þegar ég var þriggja ára gömul og lék lengi á eftir Lárus fullan heima hjá mér. Svo lék ég svolítið á sviði sem krakki. Frumraun mín var í Ferðinni til tunglsins í Þjóðleikhúsinu þegar ég var 6 ára. En á unglingsárunum hafði ég svo mikið að gera að ég ákvað að hætta að leika."

Hrafnhildur lauk við leikritið sitt fyrir ári og lagði það inn hjá Leikfélaginu. Síðastliðinn vetur var hún svo í Frakklandi í frönskunámi, til þess að geta hafið nám í leiklistardeildinni í Sorbonneháskóla í vetur. "Um það leyti sem ég skilaði leikritinu hélt ég að það væri versta leikrit sem skrifað hefði verið. Það kom því á óvart þegar það var tekið. Ég var byrjuð í Háskólanum hér áðuren ég fór til Frakklands og hafði lagt skriftirnar til hliðar, en þá bannaði móðir mín mér það, sagði mér að halda áfram og ljúka því. Og ég gerði það sem mér var sagt."

Nú er verið að æfa leikrit Hrafnhildar Ég er meistarinn", og hún kveðst vera bæði spennt og kvíðin. Ragnar Kjartansson er leikstjóri og leikararnir þrír Elva Ósk Ólafsdóttir, Ingvar Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson. Hlín Gunnarsdóttir gerir leikmyndina, en Pétur Jónasson hefur verið að spila inn gítartónlistina, enda fjallar leikritið um gítarleikara. Þegar Hrafnhildur er spurðum efni þess segir hún:Það fjallar um tvo hljóðfæraleikara, sem eru að leggja út í atvinnumennsku og stefna hátt. Og um kennara þeirra, sem allt í einu skýtur upp kollinum. Það er Þorsteinn Gunnarsson, sem leikur meistara þeirra." Og hún bætir því við að Eyþór Þorláksson kennari hennar hafi einhvern tíma sagt henni sögu af japönskum gítarleikara, sem vann verðlaun í mikilvægri gítarkeppni, fór svo heim til Japan og hjó af sér fingur. Þessi saga blundaði í henni og kom upp í hugann eftir að hún var farin að skrifa leikritið og hún ákvað að nota hana í verkið.

Hrafnhildur segir það góða reynslu að fylgjast með æfingum.Það er mjög gott fyrir mig að sjá hvernig fæðingin gengur fyrir sig, allt frá því að lesið er saman. Ég hefi aldrei fylgst með því ferli öllu." Hún segir að sér lítist vel á þetta. Ég er ánægð með alla aðstandendur sýningarinnar. Held að við Kjartan höfum valið mjög rétt. Og við vorum heppin að fá Pétur Jónasson tilað leika á gítarinn." Þegar hún er spurð hvort henni hafi ekki dottið í hug að gera það sjálf, svarar hún um hæl. Ne-hei, það þarf meira til að leika þetta. Við Pétur völdum saman tónlistina, sem mest er klassísk. Það mæðir líka mikið á leikurunum. Verkið er mjög nakið, þeir hafa ekkert nema sjálfa sig og textann. En þetta er gott fólk og mjög góður baráttuandi til að gera þetta sem best úr garði."

Elín Pálmadóttir

Morgunblaðið/Emilía

Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir fyrir framan Borgarleikhúsið, þar sem fyrsta leikrit hennar verður brátt frumsýnt.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.