Hækkun flugfargjalda skilar lítilli tekjuaukningu Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.

Hækkun flugfargjalda skilar lítilli tekjuaukningu Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.

TVÖ bandarísk flugfélög, PanAm og Alaska Airlines, vilja enn hækka fargjöld sín þó ekki sé liðin nema rúm vika síðan fargjöld í innnlandsflugi í Bandaríkjunum voru hækkuð um 5,3%.

Pan Am hefur sagst ætla hækka fargjöld um 4,4% 18. september nk. en Alaska Airlines vill hækka sín um 4,7% 1. október.

Bæði félögin munu falla frá þessari hækkun fari önnur flugfélög ekki að dæmi þeirra, en viðbrögð þeirra liggja enn ekki fyrir.

Sérfræðingar í fargjaldamálum telja að vegna fækkunar farþega sé frekar ólíklegt að fargjöld hækki meir en orðið er á næstunni. Þeir benda á að síðasta hækkun hafi ekki skilað sér vegna margra nýrra afslátt artilboða sem í boði eru. Flestir þeir sem oftast fljúga keyptu einnig farmiða allt fram í desember áður en síðasta hækkun kom til framkvæmda.