PÓLVERJAR hafa sjö sinnum leikið tvo landsleiki sama daginn. Þetta gerðist á árunum 1932 til 1938 og hafa Pólverjar þá haft tveimur A-liðum á að skipa. Árið 1932 vann Pólland lið Letta í Varsjá og sama dag vann lágu Rúmenar í Búkarest.
PÓLVERJAR hafa sjö sinnum leikið tvo landsleiki sama daginn. Þetta gerðist á árunum 1932 til 1938 og hafa Pólverjar þá haft tveimur A-liðum á að skipa.

Árið 1932 vann Pólland lið Letta í Varsjá og sama dag vann lágu Rúmenar í Búkarest. Tveimur árum síðar gerðu Pólverjar og Rúmenar jafntefli í Póllandi á meðan Pólland vann Letta í Riga. Árið eftir gerði Pólland jafntefli við Letta í Lodz og sama dag vann tapaði liðið fyrir Þjóðverjum í Wroclaw.

Lettar og Pólverjar gerðu aftur jafntefli 1936 í Riga og sama dag vann Júgóslavía lið Póllands 9:3 í Belgrad og er það mesta skor sem verið hefur í landsleik Pólverja.

Pólverjar unnu Dani í Varsjá í september 1937 og gerði jafntefli við Búlgaríu sama dag. Mánuði síðar unnu Pólverjar lið Júgóslavíu og Lettlands sama dag og ári síðar lá liðið fyrir Lettum í Riga og gerði jafntefli við Júgóslavíu.