FISKISTOFA svipti 26 báta veiðileyfi tímabundið í októbermánuði. Fjórir bátar voru sviptir leyfinu vegna afla umfram heimildir, en hinir vegna veiða án aflaheimilda. Samkvæmt heimildum Versins hafa aldei jafnmargir bátar veriðsviptir veiðileyfinu á einum mánuði. Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu var ekki um hertar aðgerðir að ræða frá því sem verið hefur.
Þessir bátar voru sviptir leyfi vegna afla umfram heimildir: Jói Bjarna SF 16, Tjaldur ÍS 6, Ingibjörg SH 174 og Pétur afi SH 374.

Eftirtalin skip og bátar voru svipt veiðileyfi í hálfan mánuð vegna veiða án aflaheimilda: Skapti SK 3, Tjaldur ÍS 6, Fiskir HF 51, Anna H. GK 80, Árni Jóns BA 14, Harpa HU 4, Öðlingur SF 165, Gullfaxi ÓF 11, Sævaldur VE 260, Bjarmi VE 66, Hólmanes SU 1, Geir Goði GK 245, Óli ÍS 98, Jói Bjarna SF 16, Hafliði BA 303, Einsi Jó GK 19, Reginn HF 228, Blossi GK 88, Ási SH 314, Guðrún Jónsdóttir ÓF 27, Skálafell ÁR 205 og Þorlákur ÍS 15.

Gísli Rúnar Gíslason, deildarstjóri á lögfræðisviði Fiskistofu, segir að ekki sé um hertar starfsreglur að ræða. Hann bendir á að Fiskistofa hafi unnið eftir lögum um veiðar án aflaheimilda síðustu tvö fiskveiðiár og sé skylt að svipta skip veiðileyfi séu lögin brotin. Hann segir að útgerðum allra skipanna hafi verið gefinn kostur á að andmæla veiðileyfissviptingunni áður en til hennar kom. Sjávarútvegsráðuneytið hafi í kjölfarið staðfest veiðileyfissviptingarnar í öllum tilfellum sem kærð voru nema einu.