ÁSGEIR Sigurvinsson kom til Póllands frá Belgíu þar sem hann var að líta á aðstæður hjá Standard Liege, sínu gamla félagi, en þar hóf hann langan og farsælan feril sinn sem atvinnumaður.
ÁSGEIR Sigurvinsson kom til Póllands frá Belgíu þar sem hann var að líta á aðstæður hjá Standard Liege, sínu gamla félagi, en þar hóf hann langan og farsælan feril sinn sem atvinnumaður. Ásgeir hélt til Þýskalands á fimmtudaginn, fór til Stuttgart, en þar lék hann og bjó um árabil, sá Evrópuleik hjá sínu gamla félagi og hélt síðan til Belgíu.

"Forráðamenn félagsins höfðu boðið mér að koma. Þeir voru að velja 100 ára lið félagsins og ég var í því þannig að þeim þótti við hæfi að bjóða mér á staðinn. Það var virkilega gaman að koma þarna á ný, ég hef ekki komið til Standard í ein sjö ár. Það er búið að endurnýja völlinn og hann er orðinn alvöru völlur," sagði Ásgeir sem var ánægður með ferðina, sá meðal annars leik Standard og Anderlecht í deildinni.