Ingólfur Árnason og Freyja Eysteinsdóttir eigendur Hrannar.
Ingólfur Árnason og Freyja Eysteinsdóttir eigendur Hrannar.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
NÚ nýverið bættist nýr bátur í fiskiskipaflota Húsvíkinga þegar Hrönn ÞH 36 kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Hrönn er 11 brúttórúmlestir af gerðinni Cleopatra Fischerman 33, smíðuð hjá Trefjum hf. í Hafnarfirði.
NÚ nýverið bættist nýr bátur í fiskiskipaflota Húsvíkinga þegar Hrönn ÞH 36 kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Hrönn er 11 brúttórúmlestir af gerðinni Cleopatra Fischerman 33, smíðuð hjá Trefjum hf. í Hafnarfirði. Eigendur bátsins eru hjónin Ingólfur Árnason og Freyja Eysteinsdóttir, Ingólfur sagði að heimferðin hefði gengið vel, báturinn hafi reynst vel og hann væri mjög ánægður með hann. Ætlunin er að gera bátinn út til línu-, neta- og grásleppuveiða.

Þau eiga fyrir Sóleyju ÞH 249, 8 brúttórúmlesta trébát sem fyrirhugað er að selja. Ætlunin var að láta nýja bátinn bera nafn þess gamla en Siglingastofnun hafnaði því þar sem um einkanafn væri að ræða, leyfishafi hafði veitt leyfi sitt til að nota mætti nafnið. Ákveðið var að skíra bátinn Hrönn og svo skemmtilega vildi til að einnkennisnúmerið 36 var á lausu, báturinn ber því sama nafn og númer og bátur sem gerður var út á Húsavík á árunum 1955-1965. Tengdafaðir Ingólfs, Eysteinn Gunnarsson, var eigandi að þeim bát ásamt Arngrími Gíslasyni og Sigurði Sigurðssyni sem er þekktur aflaskipstjóri, nú síðast með Örn KE 13.