SNERRUÚTGÁFAN ehf, hefur sent frá sér 6 ný almanök fyrir árið 2001. Komandi ár er 19. útgáfuárið. Almanök og náttúruljósmyndun eru sérgrein Snerruútgáfunnar. Almanökin eru: Íslenska almanakið , 12 síðna almanak með myndum vítt og breitt af landinu.
SNERRUÚTGÁFAN ehf, hefur sent frá sér 6 ný almanök fyrir árið 2001.

Komandi ár er 19. útgáfuárið. Almanök og náttúruljósmyndun eru sérgrein Snerruútgáfunnar.

Almanökin eru:

Íslenska almanakið , 12 síðna almanak með myndum vítt og breitt af landinu. Þar má nefna myndir afFjallabaksleið nyrðri, Heklugosinu í febrúar s.l, Akureyri, Atlavík og víðar. Myndatextar auk íslensku, sænska, enska, þýska og franska. Nítjánda útgáfuár almanaksins.

Breiða náttúrualmanakið , 12 síðna breiðmyndaalmanak. Myndefnið að þessu sinni er Kleifarvatn, Rauðisandur, Furulundurinn á Þingvöllum, Kálfafellsdalur og víðar. Myndatextar eru, auk íslensku, á sænsku, ensku, þýsku, frönsku og spænsku. Sjötta útgáfuár almanaksins.

Íslenska náttúrualmanakið , 12 síðna almanak. Valdar myndir úr náttúru landsins. Myndirnar eru allar teknar úr lofti að þessu sinni, þar má nefna Langasjó, Hvalvatn, Þumal í Vatnajökli og víðar. Myndatextar á íslensku og ensku. Þrettánda útgáfuár almanaksins.

Stóra náttúrualmanakið , 12 síðna almanak. Valdar ljósmyndir m.a. frá Herðubreið, Dettifossi í vetrarbúningi, Ásbyrgi og víðar. Myndirnar eru með skuggalakki. Myndatextar, auk íslensku, sænska enska, þýska, franska og spænska. Tíunda útgáfuár almanaksins.

Íslenska hestaalmanakið , 12 síðna almanak, sem kemur nú út í áttunda skipti. Með myndum af íslenska hestinum m.a. frá heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í fyrra, Landsmótinu að Melgerðismelum í Eyjafirði og víðar. Myndatextar, auk íslensku, danska, þýska og enska.

Breiða borðalmanakið , breiðmynda-almanak með myndum m.a. frá Svartafossi, toppi Heklu, Norðfirði og víðar.

"Almanökin eru vinsæl meðal erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim. Auk þess tengja þau burtflutta Íslendinga við föðurlandið," segir í fréttatilkynningu frá útgáfunni.