DAGBÓK Háskóla Íslands 8.-14. janúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html.

DAGBÓK Háskóla Íslands 8.-14. janúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html. Flokkun á svefnvandamálum ungbarna Þriðjudaginn 9. janúar kl. 14 mun Arna Skúladóttir gangast undir meistarapróf við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og halda fyrirlestur um verkefni sitt, "Flokkun á svefnvandamálum ungbarna".

Umsjónarkennari er Marga Thome dósent, en auk hennar eru í meistaranámsnefnd Örnu þau Tryggvi Sigurðsson, sálfræðingur hjá Greiningarstöð ríkisins, og Ásta Thoroddsen, lektor í hjúkrunarfræðideild. Prófdómarar verða Helga Jónsdóttir, dósent í hjúkrunarfræðideild HÍ, og Júlíus K. Björnsson sálfræðingur. Prófið verður í kennslustofu 6 í Eirbergi.

Sannleiksgildi heimilda Þriðjudaginn 9. janúar kl. 12.05 á hádegisfundi Sagnfræðingafélags Íslands mun Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur flytja erindi sem hún nefnir "Sannleiksgildi heimilda". Hádegisfundurinn er haldinn í Norræna húsinu og öllum opinn.

RALA-erindi Fimmtudaginn 11. janúar kl. 10 mun Björn Örvar flytja erindi sem hann nefnir "Oxunarálag? Radíkal varnir í plöntum". RALA-erindin eru að jafnaði haldin annan hvern fimmtudag í fundarsal Rala á 3. hæð í Keldnaholti.

Feminismi við aldamót - úreltur boðskapur eða brýn samfélagsgagnrýni? Fimmtudaginn 11. janúar kl. 12-13 í stofu 101 í Odda verður fyrsta rabb vormisseris hjá Rannsóknastofu í kvennafræðum, "Femínismi við aldamót - úreltur boðskapur eða brýn samfélagsgagnrýni?" Fulltrúar tveggja kynslóða femínista kynna nýjar bækur sínar. Þorgerður Einarsdóttir kynnir "Bryddingar", og Hugrún Hjaltadóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir, félagar í Bríeti, kynna "Píkutorfuna".

Jörð, eldur, vatn og flúor Fimmtudaginn 11. janúar kl. 12.30 verður fræðslufundur á Keldum. Þá mun Philip Weinstein, prófessor og aðstoðarrektor Læknaskóla Wellington, Otago-háskóla í Wellington á Nýja-Sjálandi, flytja erindi sem hann nefnir"Earth, Fire, Water - and Fluorine".

Málstofa í læknadeild

Fimmtudaginn 11. janúar kl. 16.15 mun Evgenía K. Mikaelsdóttir flytja erindi í málstofu læknadeildar. Erindið ber heitið "Tjáning og virkni BRCA2 999del5-genaafurðarinnar". Málstofa í læknadeild fer fram í sal Krabbameinsfélags Íslands, efstu hæð, og eru kaffiveitingar frá kl. 16. Allir velkomnir.

Námskeið Endurmenntunarstofnunar HÍ. Fornámskeið í stærðfræði fyrir nemendur EHÍ í lengra námi. Kennari: Guðmundur Ólafsson, cand.oecon., lektor við HÍ. Tími: 3.-15. janúar 2000, mán. og mið. kl. 17-19 og fös. kl. 16.30-19.30.

Verðbréfaréttur. Helstu reglur á verðbréfamarkaði Kennari: Helga Hlín Hákonardóttir lögfræðingur. Tími. 8. jan. kl. 14-17 og 9. jan. kl. 9-12.

Sameining fyrirtækja. Kennari: Stefán Svavarsson, dósent og löggiltur endurskoðandi.Tími: 9. jan. kl. 16-19.

Akademísk vinnubrögð. Undirbúningur fyrir háskólanám. Kennarar: Steinunn Hrafnsdóttir félagsráðgjafi, Þórunn Sigurðardóttir íslenskufræðingur, Rakel Pálsdóttir þjóðfræðingur, Gylfi Gunnlaugsson bókmenntafræðingur, Jón Jónsson þjóðfræðingur, Salvör Nordal heimspekingur og Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur. Tími: 18. jan.-8. feb., alls átta skipti, þrír tímar í senn.

Vísindavefurinn Hvers vegna? - Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við.

Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nemendur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: http://www.visindavefur.hi.is.

Sýningar

Árnastofnun

Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu.

Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí, og kl. 11-16 mánudaga til laugardaga, 1. júní til 25. ágúst.

Þjóðarbókhlaða

Fimmtudaginn 16. nóvember á degi íslenskrar tungu var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni sem ber yfirskriftina "Frá huga til hugar". Með þessari yfirskrift er verið að vísa til lestrar almennt. Á sýningunni verður saga prents og bókaútgáfu á Íslandi í sviðsljósinu með sérstakri áherslu á útgáfu Biblíunnar. Í máli og myndum verður tvinnuð saman útgáfusaga Biblíunnar og þróun prentiðnaðarins á Íslandi og hún rakin frá fyrstu tíð allt til dagsins í dag. Sýningin mun standa út janúar 2001.

Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnsöfnum á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans: Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum. http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá. http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknargagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsóknar- og þróunarstarfs. http://www.ris.is