[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
BRETAR hafa lag á danstónlist sem aðrar þjóðir leika ekki eftir. Það sannast eftirminnilega á öllum skífum breska tríósins Red Snapper sem sendi frá sér plötuna Our Aim is to Satisfy Red Snapper seint á síðasta ári.

BRETAR hafa lag á danstónlist sem aðrar þjóðir leika ekki eftir. Það sannast eftirminnilega á öllum skífum breska tríósins Red Snapper sem sendi frá sér plötuna Our Aim is to Satisfy Red Snapper seint á síðasta ári.

Þeir félagar Richard Thair, sem leikur á trommur og annað slagverk auk þess sem hann skrámar plötur, Ali Friend, sem leikur á bassa, og og David Ayers, sem leikur á gítara og vélar um tölvur, kynntust sem undirleikarar hjá hinum og þessum tónlistarmönnum. Þegar þeir tóku tal saman einu sinni sem oftar komust þeir að því að þeir höfðu sameiginlega áhuga á tónlist, áhuga á breakbeat, Eric B & Rakim, frumstæðu techo, Led Zeppelin, brimrokki og sveitatónlist. Það sem enginn verkefni var að fá í slíkum bræðingi gripu þeir til eigin ráða, stofnuðu hljómsveitina Red Snapper og eigin útgáfu til að gefa út smáskífur sér til gamans.

Smáskífurnar og spilamennska þeirra félaga, eins óvenjulegt og það var að danslistamenn gætu spilað á hljóðfæri, vöktu svo mikla athygi að ýmis fyrirtæki reyndu að fá þá félaga á samning og á endanum gengu þeir til liðs við Warp útgáfuna bresku. Fyrsta útgáfan á Warp var gömlu smáskífurnar og síðan kom hver afbragðsskífan af annarri, Prince Blimey 1996 og Making Bones 1998. Þeir félagar voru og iðnir við tónleikahald, en þar kom að þeir urðu leiðir á spilamennskunni og spunanum sem var grunnur þeirra platna sem þeir höfðu sent frá sér; þá langaði til að gera almennilega breiðskífu og ráða sér upptökstjóra.

Um leið og færi gafst 1999 hélt Red Snapper í hljóðver og hóf upptökulotu sem átti eftir að reyna heldur en ekki á þolrif þeirra félaga, því ekki var bara að þeir þurftu að glíma við skilnaði, deilur og tónlistastefnu, missi ástvina og almenna óreiðu íeinkalífi og fjármálum, heldur puttabrotnaði Ali Friend og var úr leik á bassanum í fjóra mánuði.

Öll él birtir upp um síðir og að lokinni plötu voru allir orðnir vinir að nýju. Skífan nýja, Our Aim is to Satisfy Red Snapper, þykir enda með því sem besta sem Red Snapper hefur gert og var víða talin með bestu plötum nýliðins árs. Það ægir öllu saman að vanda, fönki, djass, poppi, breakbeast og svo má telja, en meðal annars fyrir tilstilli utanaðkomandi upptökustjóra þykir mönnum sem samhengi sé meira í skífunni og bygging öll til fyrirmyndar.