Jólamót BR og SPRON var spilað 29. desember. 56 pör spiluðu 44 spil með Monrad barometer fyrirkomulagi. Til að gera langa sögu stutta þá unnu Ljósbrá Baldursdóttir og Ásmundur Pálsson með +276, sem jafngildir 61,6%. Þau leyddu allt mótið og munaði minnstu í lokin, eða 6 stigum, sem Pál Valdimarsson og Eirík Jónsson vantaði til að brúa bilið í fyrsta sæti.
Efstu pör urðu:
Ljósbrá Baldursd. - Ásmundur Pálss.276
Páll Valdimarss. - Eiríkur Jónss.270
Helgi Jónss. - Helgi Sigurðss.168
Aðalsteinn Jörgens. - Sverrir Árm.158
Árni Hanness. - Halldór Tryggvas.133
Gylfi Baldurss. - Steinberg Ríkarðss.128
Þórður Sigurðss. - Gísli Þórarinss.126
Guðbjörn Þórðars. - Hjálmar S. Pálss.123
Helgi Hermannss. - Kristinn Þóriss.102
Hjalti Elíass. - Eiríkur Hjaltas.97
Veitt voru peningaverðlaun að heildarverðmæti 195.000 kr. fyrir 6 efstu sætin. Auk þess voru veitt flugeldaverðlaun frá Kiwanisklúbbnum Esjunni fyrir efsta par í flokki kvenna, blandaðra og eldri spilara, sem voru ekki í 6 efstu sætunum. Hjördís Sigurjónsdóttir og Kristján Blöndal voru efst í blandaða flokknum, Björn Theodórsson og Páll Bergsson í flokki eldri spilara og Halldóra Magnúsdóttir og Soffía Daníelsdóttir voru efsta kvennaparið. Að lokinni verðlaunaafhendingu voru 3 pör dregin út af handahófi og gaf Kiwanisklúbburinn Esjan þeim glæsilega flugelda. Þessi pör voru: Hermann Lárusson - Erlendur Jónsson, Þorsteinn Joensen - Hermann Friðriksson og Birna Stefnisdóttir - Aðalsteinn Steinþórsson.
Að lokum þakkar BR spilurum sem hafa spilað hjá félaginu fyrir þátttökuna og óskar öllum bridsspilurum nær og fjær gleðilegs árs. Umsjónarmaður bridgedálksins fær sérstakar þakkir fyrir alúðlegt og gott samstarf á liðnum árum.
Dagskrá BR 2001
BR verður eingöngu með einskvölds tvímenninga á föstudögum fram að þriðjudeginum 23. janúar en þá tekur við reglubundin starfsemi hjá félaginu, það er spilamennska á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Dagskrá hvers dags verður auglýst seinna en á föstudagskvöldum er spilaður tvímenningur frá 19.00 til 22.45 og þá tekur við miðnætursveitakeppni fyrir þá sem vilja bæta við spilamennsku. Keppnisgjald hjá BR er 700 kr. á spilara hvert kvöld. Aðalkeppnisstjóri félagsins er Sveinn R. Eiríksson og honum til aðstoðar er Sigurbjörn Haraldsson.
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2001
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2001 fer fram dagana 9.-23. janúar. Spilaðir verða 16 spila leikir nema að þátttaka verði of mikil til að leyfa þann fjölda spila. Spilað verður með forgefnum spilum og verður árangur hvers pars metinn í fjölsveitaútreikningi.Keppnisdagar miðað við 24 sveitir (23 umferðir).
9. janúar umf. 1-2
10. janúar umf. 3-4
13. janúar umf. 5-8
14. janúar umf. 9-12
16. janúar umf. 13-14
17. janúar umf. 15-16
20. janúar umf. 17-20
21. janúar umf. 21-23
Niðurröðun leikdaga gæti riðlast ef þátttaka verður minni eða meiri en gert er ráð fyrir.
Skráningarfrestur er til 17:00 mánudaginn 8. janúar.
Dregið verður í töfluröð kl. 18:00 sama dag.
13 efstu sveitirnar úr Reykjavík öðlast rétt til að spila í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni 2001.
Keppnisgjald er 24.000 kr. á sveit.
Tekið er við skráningu á skrifstofu BSÍ, s. 587 9360, eða í tölvupósti, bridge@bridge.is. Skráningu verða að fylgja nöfn fjögurra spilara í sveitinni.
Heimasíða mótsins er www.is
landia.is/svenni.