HÉR er spil, sem hefur á sér yfirbragð einfaldleikans, en "lát ei blekkjast" - í því leynist gildra, sem vissara er að varast:
Austur gefur; enginn á hættu.
Norður | |
♠ 8532 | |
♥ G9 | |
♦ ÁK3 | |
♣ 6432 |
Suður | |
♠ KD764 | |
♥ 32 | |
♦ DG94 | |
♣ ÁK |
Vestur | Norður | Austur | Suður |
-- | -- | 1 hjarta | 1 spaði |
3 hjörtu * | 3 spaðar | Pass | 4 spaðar |
Pass | Pass | Pss | |
* veikt |
Austur á nánast örugglega spaðaásinn, svo fátt virðist eðilegra en að spila trompi tvisvar að KD. Sé legan ekki þeim mun verri ætti það að duga til að halda vörninni í þremur slögum - spaðaás og tveimur á hjarta. Er þá hugmyndin að fara inn í borð á tígulás til að spila spaða?
No rður | |
♠ 8532 | |
♥ G9 | |
♦ ÁK3 | |
♣ 6432 |
Vestur | Austur |
♠ 9 | ♠ ÁG10 |
♥ D874 | ♥ ÁK1065 |
♦ 10872 | ♦ 65 |
♣ DG108 | ♣ 975 |
Suður | |
♠ KD764 | |
♥ 32 | |
♦ DG94 | |
♣ ÁK |
Þá gæti þetta gerst: Suður fær á spaðakóng og spilar aftur tígli á blindan og spaða þaðan. En nú tekur austur á trompásinn og kannar viðbrögð makkers við hjartakóng. Hann fær kall, spilar þá undan hjartaás og tígull frá vestri tryggir vörninni fjórða slaginn á spaðagosa. Svolítið neyðarlegt.
Er til mótleikur? Auðvitað. Sagnhafi byrjar á því að slíta samgang varnarinnar í hjartanu með því spila sjálfur hjarta í öðrum slag. Jafnvel þótt vörnin svari með tígli er slagurinn tekinn í borði og spaða spilað á kóng. Síðan hjarta aftur og nú er sambandið í hjartalitnum slitið.