SEM viðbragð við hugmyndaríkum smábíl Audi, A2, hefur Mercedes-Benz, nú gefið A-bíl sínum minniháttar andlitslyftingu. Allar stærðir bílsins eru þær sömu og sömuleiðis drif- og aflrás.
SEM viðbragð við hugmyndaríkum smábíl Audi, A2, hefur Mercedes-Benz, nú gefið A-bíl sínum minniháttar andlitslyftingu. Allar stærðir bílsins eru þær sömu og sömuleiðis drif- og aflrás. Það sem breytist er grillið og loftinntök á framstuðara og einnig verða lítilsháttar breytingar á afturhlera. Einnig verða lítilsháttar breytingar gerðar á áklæðum og mælaborði. Nýi bíllinn verður líklega kynntur á bílasýningunni í Genf í vor.