Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1925. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 3. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 12. desember.

Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.)

Elsku amma mín. Mig langar til að kveðja þig með þessum orðum:

Við andlátsfregn þína,

allt stöðvast í tímans ranni.

Og sorgin mig grípur,

en segja ég vil með sanni,

að ósk mín um bata þinn,

tjáð var í bænunum mínum,

en guð vildi fá þig,

og hafa með englunum sínum.

Við getum ei breytt því

sem frelsarinn hefur að segja

um hver fær að lifa,

og hver á svo næstur að deyja.

Þau örlög sem við höfum hlotið,

það verður að skilja.

Svo auðmjúk og hljóð,

við lútum að frelsarans vilja.

Þó sorgin sé sár,

og erfitt er við hana að una.

Við verðum að skilja

og alltaf við verðum að muna,

að guð hann er góður,

og veit hvað er best fyrir sína.

Því treysti ég nú

að hann geymi vel sálina þína.

Þótt farin þú sért,

og horfin burt þessum heimi.

Ég minningu þína

þá ávallt í hjarta mér geymi.

Ástvini þína ég bið síðan

guð minn að styðja,

og þerra burt tárin,

ég ætíð skal fyrir þeim biðja.

(Bryndís Jónsdóttir.)

Ég er sérstaklega þakklát fyrir þann góða tíma sem við áttum saman þegar þú komst út til okkar og það að þú náðir að kynnast börnunum mínum og þau þér. Ég man þig ætíð.

Þín

Rúna.

Rúna.