Æpti hún Geirlaug, þá út í tún kom. Sýndist henni kýr sín gliðna á svelli. Þá var þetta físisveppur fastur í velli. Svo var hún heimsk sem heyra mátti. Æpti hún Geirlaug, þá út í tún kom. Sýndist henni Ólafur kongur að garði ríða.

Æpti hún Geirlaug,

þá út í tún kom.

Sýndist henni kýr sín

gliðna á svelli.

Þá var þetta físisveppur

fastur í velli.

Svo var hún heimsk

sem heyra mátti.

Æpti hún Geirlaug,

þá út í tún kom.

Sýndist henni Ólafur kongur

að garði ríða.

Þá var þetta tittlingr

á torfuköggli.

Svo var hún heimsk

sem heyra mátti.

Æpti hún Geirlaug,

þá út í tún kom.

Heyrðist henni helgimaðr

hringja klukku.

Þá var þetta trítill,

sem hristi brók sína.

Svo var hún heimsk

sem heyra mátti.

- - -