Í NORRÆNA húsinu stendur yfir kynning á menningu frá Norðurbotni í Svíþjóð og stendur til 6. apríl.
Sunnudagur - Luleådagur .
Kl. 12: Skerjagarðssýning verður opnuð í anddyri með verkum eftir listamanninn Ole Taube. Einnig verður sýndur listiðnaður og hönnun frá Norðurbotni og munir verða til sölu í anddyri.
Kl. 13-14: Undir regnhlíf ævintýrisins. Barnadagskrá með Kotten.
Kl. 14: Göran Wallin heldur fyrirlestur um völundarhúsaleikinn, minjar um hann og sögu hans í skerjagarðinum í Norðurbotni.
Kl. 15:16: Undir regnhlíf ævintýrisins. Barnadagskrá með Kotten.
Kl. 16-17: Heimildarmynd um kirkjuhverfið í Gammelstad.
Myndin verður sýnd á u.þ.b. 15. mínútna fresti.
Kl. 18: Þjóðlagasveit J. P. Nyström leikur gömul lög fyrir nútímamenn.
Aðgangur kr. 1.000.