"ÓAFLÁTANLEGA syngjandi" er yfirskrift söngdags barna- og unglingakóra í Selfosskirkju í dag, laugardag. Hátíðin hefst kl. 13 og stendur til kl. 17.

"ÓAFLÁTANLEGA syngjandi" er yfirskrift söngdags barna- og unglingakóra í Selfosskirkju í dag, laugardag. Hátíðin hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Kórar kirkjunnar og þrír gestakórar syngja og eru söngvarar um 180 talsins og þar af um 50 einsöngvarar úr röðum kóranna.

Fram koma Barnakórar Selfosskirkju, yngri og eldri, stjórnandi, Glúmur Gylfason, Kór Sólvallaskóla, stjórnandi Elín Gunnlaugsdóttir, Barnakór Biskupstungna, stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson, Barnakór Hallgrímskirkju, stjórnandi Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, og Unglingakór Selfosskirkju, stjórnandi Margrét Bóasdóttir.

Aðgangseyrir er 1.000 og rennur í ferðasjóð kóranna. Foreldrafélagið í Selfosskirkju sér um kaffiveitingar sem eru innifaldar í aðgangseyri.