Greinar föstudaginn 6. apríl 2001

Forsíða

6. apríl 2001 | Forsíða | 344 orð

Auknar líkur á að deilan leysist

EMBÆTTISMENN Bandaríkjastjórnar voru í gær bjartsýnir á að lausn á deilunum við Kínverja væri í sjónmáli en samskipti ríkjanna hafa verið mjög stirð síðan á sunnudag. Meira
6. apríl 2001 | Forsíða | 41 orð | 1 mynd

Brosleitur í Sviss

George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og faðir núverandi forseta, brosti og breiddi faðminn mót sólinni þar sem hann var í bátsferð á Lugano-vatni í gær. Lá leiðin til Bissone í Sviss þar sem snæddur var hádegisverður. Meira
6. apríl 2001 | Forsíða | 190 orð

Gallabuxur á góðu verði

SAMKVÆMT forúrskurði dómstóls Evrópusambandsins í Strassborg hafa fyrirtæki á borð við Levi Strauss ekki "ótakmarkaðan" rétt til að stjórna því hvar vörur þeirra eru á boðstólum. Meira
6. apríl 2001 | Forsíða | 27 orð | 1 mynd

Mótmæli í Belgrad

Ættingjar Serba, sem horfið hafa í Kosovo, mótmæla í Belgrad í gær í tilefni fundar Vojislavs Kostunica, forseta Júgóslavíu og Hans Hækkerups, æðsta fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í... Meira
6. apríl 2001 | Forsíða | 267 orð

Skotið á samyrkjubú nálægt Gaza-svæðinu

SPRENGIKÚLUM var skotið á Netiv Haasarah-samyrkjubúið í Ísrael í gærkvöld, skammt frá landamærunum við Gaza-svæðið, að því er ísraelska sjónvarpið greindi frá. Einnig var skotið á landnámssvæði gyðinga nyrst á Gaza. Meira
6. apríl 2001 | Forsíða | 105 orð

Veruleg hækkun

HLUTABRÉF á Dow Jones-markaðnum bandaríska hækkuðu í gær um rúm 402,6 stig eða 4,2% og hafa þau ekki hækkað meira á einum degi síðan í mars í fyrra. Nasdaq-vísitalan hækkaði enn meira eða um 8,9%. Meira

Fréttir

6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 50 orð

AÐALFUNDUR Félags áhugafólks um Downs-heilkenni verður...

AÐALFUNDUR Félags áhugafólks um Downs-heilkenni verður haldinn laugardaginn 7. apríl kl. 11 í húsnæði Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Þennan sama dag verður félagið með opið hús fyrir foreldra, systkini og aðstandendur í Lyngási, Safamýri 5, kl. 14. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 256 orð

Aðgangur að áfengi verði ekki rýmkaður

FYRSTI aðalfundur IOGT í Reykjavík var haldinn í IOGT-húsinu, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 29. mars sl. Á sjötta tug félaga og gesta komu á fundinn, þar af 40 fulltrúar 12 deilda sem mynda kjölfestu starfs IOGT í borginni. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 401 orð

Afleitt fyrirkomulag á innflutningi grænmetis

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir ljóst að úrskurður samkeppnisráðs feli í sér mjög alvarlegar ávirðingar og fyrirtækin séu sökuð um alvarleg brot á samkeppnislögum. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 284 orð

ASÍ fordæmir einokunartilburði

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá miðstjórn ASÍ sem samþykkt var 4. apríl sl. Meira
6. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 422 orð

Aukin þjónusta og 8% hækkun fargjalda

FYRIR liggur í borgarráði Reykjavíkur og hjá bæjarráðum Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Bessastaðahrepps tillaga um stofnun nýs fyrirtækis, Strætó bs., sem ætlað er að sjá um almenningssamgöngur á svæðinu. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Áfrýjunarnefnd hefur staðfest eða vísað frá 70% málskota

SAMKEPPNISRÁÐ hefur tekið samtals 317 ákvarðanir á tímabilinu frá 1. janúar 1994 til 5. apríl 2001. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Áhrif á mannslíkamann verði könnuð

TILLAGA til þingsályktunar um rannsóknir á áhrifum háspennulína, spennistöðva og fjarskiptamastra á mannslíkamann hefur verið lögð fram á Alþingi af nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Drífa Hjartardóttir. Meira
6. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 348 orð | 1 mynd

Áætlun liggi fyrir í sumar

Ólafsfjörður -Hermann Tómasson, framhaldsskólakennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, kynnti nefnd um eflingu framhaldsnáms við utanverðan Eyjafjörð ýmis gögn sem hann hefur viðað að sér vegna hugsanlegrar stofnunar framhaldsskóla á svæðinu, en hann... Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 179 orð

Berkla-faraldur í Bretlandi

MESTI berklafaraldur í Bretlandi um árabil hefur stungið sér niður í grunnskóla í Leicester í Mið-Englandi. Síðdegis í gær höfðu 29 verið greindir með veikina, flestir þeirra nemendur skólans, en einnig fjórir kennarar og þrír ættingjar nemenda. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 67 orð

Blómaskreytingar í Kringlunni

NEMENDUR blómaskreytingabrautar Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi, verða á ferðinni í Kringlunni laugardaginn 7. apríl. Þar ætla þeir að vera með sýnikennslu í blómaskreytingum frá kl. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Brandugla í fjóshlöðunni

ÞAÐ var óvanalegur gestur sem heimsótti ábúendur í Árbót í Aðaldal fyrir rúmlega viku en það var brandugla sem flaug inn um gat á hlöðunni og gerði sig heimakomna. Meira
6. apríl 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 1235 orð | 1 mynd

Byggðin ekki talin hafa áhrif á fuglalíf

Töluverðar deilur hafa staðið yfir í Garðabæ vegna áforma um að reisa um 1.800 manna byggð á landfyllingu úti í Arnarnesvogi. Björgun ehf. og Bygg ehf. hafa látið vinna skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda og samkvæmt henni munu þær hafa lítil áhrif á lífríkið á staðnum. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 293 orð

Bændur og ríkið geri samning til fimm ára

MARGRÉT Frímannsdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og þingmaður Sunnlendinga, sagði ljóst af skýrslu Samkeppnisstofnunar um grænmetismarkaðinn að ekki hefði verið staðið eðlilega að verki. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 215 orð

Eftirlit með flugrekendum aukið

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Flugmálastjórn að grípa til ýmissa ráðstafana til að efla eftirlit með flugrekendum á Íslandi, einkum þeim sem reka minni flugvélar. Meira
6. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 116 orð | 1 mynd

Eftirréttur Iðunnar í Vín

IÐUNN Ágústsdóttir myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum í blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit á morgun, laugardaginn 7. apríl. Á sýningu hennar eru á milli 30 og 40 ný olíumálverk og nokkrar pastelmyndir unnar með þurrkrít og olíukrít. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Eftirsótt takmark fjallgöngumanna

UPPGANGA á hátindana sjö, sem er næsta viðfangsefni Haralds Arnar Ólafssonar, telst án efa eitt eftirsóknarverðasta takmark fjallgöngumanna innan alþjóðafjallgöngusamfélagsins. Keppnin um að komast á alla tindana hófst fyrir alvöru skömmu eftir 1980. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Eiður Guðnason til starfa í Kanada

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að Eiður Guðnason sendiherra fari til starfa í Winnipeg í Kanada sem aðalræðismaður Íslands þar í borg. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 147 orð

Eins árs fangelsi fyrir kókaínsmygl

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær konu á þrítugsaldri í eins árs fangelsi fyrir innflutning á 164,45 grömmum af kókaíni síðastliðið sumar og gerði fíkniefnin jafnframt upptæk með dómi. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 856 orð | 1 mynd

Ekki lagaskilyrði til að yfirfara skýrsluna

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra telur ekki lagaskilyrði fyrir því að samgönguráðuneytið fái óvilhalla aðila til að yfirfara skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa frá 23. mars vegna brotlendingar TF-GTI í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 25 orð

Eldur í kertagerð

ELDUR kom upp í kertagerðinni Norðurljósum við Auðbrekku í Kópavogi í gærkvöld. Við komuna virtust aðstæður slæmar en betur fór en á horfðist, að sögn... Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 114 orð

Engin kjarnavopn

ÍGOR Dygalo, yfirmaður fjölmiðlaþjónustu rússneska flotans, vísaði í gær á bug fregnum um að kjarnavopn hefðu verið um borð í kjarnorkukafbátnum Kúrsk, að sögn Aftenposten . Kúrsk sökk á Barentshafi í fyrra og fórust með honum yfir hundrað manns. Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 370 orð

Englandsbanki lækkar vexti

ENGLANDSBANKI, seðlabanki Bretlands, lækkaði í gær stýrivexti í annað sinn á þremur mánuðum, en þessi ákvörðun endurspeglar ótta við að efnahagsleg niðursveifla í heiminum, kreppa á hlutabréfamarkaði og efnahagslegar afleiðingar gin- og... Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 99 orð

Erfiður dagur hjá Guðmundi

SKÍÐALEIÐANGUR Guðmundar Eyjólfssonar gekk erfiðlega í gær, fimmtudag. Hann gekk 12 km í mótvindi og var þjáður í baki eftir meiðsli eftir óhapp á leiðinni að Laugafelli þar sem hann gekk fram af slakka og fékk sleðann í bakið. Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 246 orð

Flutningabílstjóri dæmdur

DÓMSTÓLL í Bretlandi dæmdi í gær hollenska flutningabílstjórann Perry Wacker í 14 ára fangelsi fyrir "kaldranalegt" manndráp á 58 ólöglegum, kínverskum innflytjendum sem fundust látnir í bíl hans. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð

Framboð undirbúið

SAMFYLKINGIN í Hafnarfirði hélt félagsfund mánudagskvöldið 2. apríl, en félagsfundir fara með æðsta vald Samfylkingarinnar. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 113 orð

Framkvæmdir hefjast við Vatnsfellslínu 1

FRAMKVÆMDIR við Vatnsfellslínu 1 eru nú að hefjast. Línan verður 220 kV á stöguðum stálmöstrum og er ætlað að flytja rafmagn sem framleitt verður í Vatnsfellsvirkjun tæplega 6 km leið yfir í Sigöldu. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 51 orð

Fundur um málefni ungs fólks

NÆSTA laugardagskaffi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík verður haldið laugardaginn 7. apríl nk. á veitingastaðnum Vegamótum við Vegamótastíg (rétt hjá Máli og menningu). Meira
6. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Fyrirlesturinn "Guð almáttugur"

ÞORSTEINN Gylfason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur sem hann kallar "Guð almáttugur" í Deiglunni á morgun, laugardaginn 7. apríl kl. 14. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fær starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

KAUPÞING Securities, dótturfélag Kaupþings í New York, fékk á þriðjudaginn starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki í Bandaríkjunum en félagið hefur áður unnið samkvæmt undanþágu og í skjóli annars verðbréfafyrirtækis. Meira
6. apríl 2001 | Landsbyggðin | 583 orð | 2 myndir

Fögnuður og lífsgleði á Löngumýri

Sauðárkróki -Á fyrrihluta og um miðja síðustu öld voru húsmæðraskólar sem starfræktir voru víðsvegar um landið veigamiklir hlekkir í alþýðufræðslu og verkmenntun ungs fólks á Íslandi, en þegar kom fram á áttunda áratuginn, og grunnmenntun barna og... Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 217 orð

Gífurlegt sólgos

EINS og spáð hafði verið er hafið eitt mesta sólgos sem sögur fara af en stjörnufræðingar segja að jörðin sé ekki í skotlínunni að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC . Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Gögn um Djöflaeyjuna afhent Landsbókasafni

Rithöfundurinn Einar Kárason hefur afhent handritadeild Landsbókasafns - Háskólabókasafns margvísleg gögn um ritun bókanna Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 64 orð

Gönguferð Gigtarfélagsins

GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 7. apríl kl. 11 og verður gengið frá húsakynnum félagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir fremur þægilegri klukkutíma langri göngu sem ætti að henta flestum. Meira
6. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Hildur sýnir í Punktinum

HILDUR Jakobsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Punktinum við Kaupvangsstræti á Akureyri. Myndirnar eru allar kúnstbróderaðar með ullargarni í ullarjafa, sem hún annaðhvort hefur innrammaðar eða sem skraut á leðurveski. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 428 orð

Himinn og haf á milli deiluaðila

RÍKISSÁTTASEMJARI ákvað í gær að slíta viðræðum sjómanna og útvegsmanna án þess að sjá tilefni til að boða nýjan fund í deilunni. Enn ber mikið á milli og djúpstæður ágreiningur er í öllum atriðum viðsemjenda, að mati ríkissáttasemjara. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 317 orð

Hlaut 2.-3. stigs bruna í slysi við stuttmyndagerð

UNGUR piltur liggur nú á lýtalækningadeild Landpítalans við Hringbraut með 2.-3. stigs brunasár á baki sem hann hlaut við gerð stuttmyndar í Kópavogi á þriðjudagskvöld. Að sögn vakthafandi læknis er líðan hans nokkuð góð eftir atvikum. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð

Hljóta styrk fyrir tölvuforrit

BRYNJÓLFUR Bjarnason, nemi í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík, og Sigurður Friðleifsson, líffræðingur og kennari, hafa hlotið 400.000 króna styrk úr Ballantine's-sjóðnum fyrir tölvuforrit sem ætlað er til kennslu í efnafræði í framhaldsskólum. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð

Hæstiréttur staðfestir farbann

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær farbann yfir erlendum karlmanni sem sakaður er um að hafa ráðist að manni og veitt honum tvö stungusár með hnífi. Árásin var gerð fyrir utan skyndibitastað í Faxafeni hinn 5. janúar sl. Hinn 2. apríl sl. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 94 orð

Íslandsmeistaramót í þolfimi

ÍSLANDSMEISTARAMÓT í þolfimi verður haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði föstudaginn 6. apríl og hefst kl. 19.30. Keppt verður í unglingaflokki, parakeppni, og í flokki einstaklinga. Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 817 orð

Júragarðurinn til sölu

EINN góðan veðurdag í september síðastliðnum var komið með Íkarosárus, hinn fræga steingerving af svifeðlu frá tríastíma, er hafði orðið á brott úr sölum Náttúrusögusafns Bandaríkjanna áratug áður, aftur til New York fyrir fullt og allt. Meira
6. apríl 2001 | Landsbyggðin | 282 orð | 2 myndir

Kosið um sameiningu á morgun

Blönduósi- Kosningar um þá tillögu samstarfsnefndar Blönduósbæjar og Engihlíðarhrepps að sameina Blönduósbæ og Engihlíðarhrepp í Austur-Húnavatnssýslu hefst á morgun, 7. apríl, og gilda um hana almenn lagaákvæði um kosningar til sveitarstjórna. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 1812 orð | 3 myndir

Kraftaverk að vera á lífi

Ingveldur Marion Hannesdóttir hefur farið í 49 aðgerðir á þeim 14 árum sem hún hefur lifað. Í vikunni útskýrði hún sjúkdóm sinn fyrir skólafélögunum í Réttarholtsskóla og hvaða áhrif veikindin hafa haft á líf hennar. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir fylgdist með fyrirlestri hennar í 10. bekk GM. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 81 orð

Kvöldvaka í Skriðuklaustri

KVÖLDVAKA með blandaðri dagskrá verður í Skriðuklaustri í Fljótshlíð laugardagskvöldið 7. apríl. Sigurður Blöndal, fyrrum skógræktarstjóri, sýnir litskyggnur frá L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi og segir frá heimsókn sinni þangað síðasta sumar. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 252 orð

Leggur skyldur á herðar varðandi upplýsingaaðgengi

SVOKALLAÐUR Árósasamningur, sem fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og réttláta málsmeðferð í umhverfismálum, er skv. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

LEIÐRÉTT

Innnes ekki eitt af eigendum Í frétt sem birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær var rangt farið með að Innnes væri eitt af eigendum Birtingarhússins. Hið rétta er að til stóð að fyrirtækið tæki þátt í stofnun þess en af því varð ekki. Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 296 orð

Leiðtogar Kosovo-Albana verði ákærðir

DÓMSMÁLARÁÐHERRA Serbíu, Vladan Batic, vill að leiðtogar skæruliða Kosovo-Albana verði ákærðir af hálfu stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag vegna hryðjuverkaárása á Serba í héraðinu á undanförnum árum. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 82 orð

Leikskólar Grafarvogs með opið hús

LEIKSKÓLARNIR í Grafarvogi verða með opið hús laugardaginn 7. apríl nk. frá kl. 10-12. Gefst þá fólki tækifæri til að skoða leikskólana og kynna sér starfsemi þeirra. Meira
6. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 306 orð

Liðsmenn Búkollu sigruðu fylgjendur fósturvísanna

Eyjarðarsveit- Stefán Magnússon í Fagraskógi, sem var formaður búgreinaráðs Búnaðarsambands Eyjafjarðar og gaf kost á sér til áframhaldandi setu í stóli formanns, var felldur í kosningu á fundi ráðsins í fyrradag. Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Lionel Jospin ræðst á Bush

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, réðst í gær að nýrri stjórn Georges W. Bush í Bandaríkjunum og sagði hana eingöngu sinna eigin hagsmunum án þess að hafa samráð við bandamenn sína á alþjóðavettvangi. Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 111 orð

Litháar ráði sjálfir

NURSULTAN Nazarbajev, forseti Kazakstans, segir að Litháar hafi rétt til að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, ef þeir kjósi svo. Meira
6. apríl 2001 | Miðopna | 1446 orð | 1 mynd

Líklega stækkað í samræmi við gildandi starfsleyfi

Forráðamenn Norðuráls hafa hætt vinnu við mat á umhverfisáhrifum þriðja áfanga álvers fyrirtækisins á Grundartanga upp á 150 þúsund tonn, skrifar Björn Ingi Hrafnsson. Ástæðan er lítill áhugi iðnaðarráðuneytisins á svo mikilli stækkun með tilliti til áforma um uppbyggingu stóriðju á Austurlandi. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 161 orð

Lungnasjúkdómar færast í vöxt

FÉLAG lungnalækna gengst fyrir sérstakri dagskrá fyrir heilbrigðisstarfsfólk, um GOLD, alþjóðlegt átak gegn langvinnum lungnateppusjúkdómum og stöðu þeirra hér á Íslandi á lungnadeginum 6. apríl í Listasafni Reykjavíkur kl. 17.30. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 120 orð

Lýst eftir vitnum

LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi er varð á bifreiðaplani við hús nr. 6 í Hraunbergi, þriðjudaginn 3. apríl kl.15.08. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Lýst yfir vilja til frekara samstarfs

SAMNINGUR um samstarf milli Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ (HÍ) og Íslenskrar erfðagreiningar ehf. (ÍE) var undirritaður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði eftir hádegið í dag. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 170 orð

Manneldisráð styður afnám verndartolla

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Manneldisráði: "Manneldisráð fagnar mjög ummælum landbúnaðarráðherra um fyrirhugað afnám verndartolla á grænmeti. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 63 orð

Munum láta þetta mál til okkar taka

BOGI Pálsson, formaður verslunarráðs, segir að ekki hafi gefist tækifæri til umræðu innan verslunarráðsins um skýrslu samkeppnisráðs um grænmetismarkaðinn. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 53 orð

Námskeið um hjartavænt fæði

SÍMENNTUNARSTOFNUN Kennaraháskóla Íslands og Hjartavernd gangast fyrir 10 tíma námskeiði undir heitinu "Viltu vernda hjartað" dagana 26.-28. apríl. Meira
6. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 48 orð | 1 mynd

Nemandi úr Húsabakkaskóla sigraði

Eyjarðarsveit- Stóra upplestrarkeppnin var haldin í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í síðustu viku. Keppendur voru frá Húsabakkaskóla, Dalvíkurskóla, Grunnskólanum í Ólafsfirði, Hrísey og Hrafnagilsskóla. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Ný hárgreiðslustofa í Neskaupstað

FYRIR skemmstu var opnuð ný hárgreiðslustofa í Neskaupstað - Gallerí hár sem staðsett er við Egilsbraut. Eigendur stofunnar eru Anna Bergljót Sigurðardóttir, Pálína Ísaksdóttir og Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 151 orð

Opið hús í sumarbúðunum Ölveri í Melasveit

SUMARBÚÐIR KFUM og K í Ölveri í Melasveit hafa nú verið starfræktar í yfir 60 ár. Sumarbúðirnar buðu lengi vel upp á bæði drengja- og stúlknaflokka en hafa nú síðustu árin einungis boðið upp á vikuflokka fyrir stúlkur. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 231 orð

Opinber fyrirlestur um fósturmál og velferð barna

DR. GUNVOR Andersson prófessor heldur opinberan fyrirlestur laugardaginn 7. apríl kl. 14.15 í Lögbergi, stofu 101, í boði félagsráðgjafar við Háskóla Íslands og Endurmenntunarstofnunar HÍ. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 496 orð

Óljóst hver áhrifin verða á markaðnum

AÐEINS ein blómaheildsala er starfandi hér á landi og er markaðshlutdeild hennar 80-90%. Þetta er fyrirtækið Grænn markaður ehf., en í lok síðasta árs varð Blómasalan ehf. gjaldþrota. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 668 orð

Óskað eftir áætlun um viðbrögð við tillögum í öryggisátt

FLUGMÁLASTJÓRN Íslands hefur verið falið að grípa til ýmissa ráðstafana til að efla eftirlit með flugrekendum á Íslandi, einkum þeim sem reka minni flugvélar, auka eftirlit með skoðunum á vettvangi og að tilnefna mann í starfshóp sem gera á tillögur um... Meira
6. apríl 2001 | Miðopna | 1017 orð | 1 mynd

Óvissa meðal nemenda sem vilja skýr svör

Óvissuástand er meðal nemenda í Háskóla Íslands vegna yfirvofandi verkfalls Félags háskólakennara. Stúdentum þykir sem próflokum og jafnvel útskrift sé stefnt í hættu og óvissa um greiðslu námslána íþyngir mörgum. Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 47 orð

Páskaegg í Jórdaníu

JÓRDANSKAR listakonur mála strútsegg í listasmiðju í þjóðgarði við Azraq-borg í gær. Er ætlun þeirra að halda sýningu í höfuðborginni Amman í næstu viku áður en páskahátíð kristinna manna gengur í garð. Strútar í þjóðgarðinum verpa um 350 eggjum árlega. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 96 orð

Páskaeggjaleit á Ægisíðu

EFNT verður til páskaeggjaleitar við grásleppuskúrana á Ægisíðu laugardaginn 7. apríl kl. 15. Þetta er annað árið í röð, sem stjórn félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi efnir til slíks fagnaðar fyrir börn. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Rabbfundur VG um félagsþjónustuna

VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð í Reykjavík boðar til rabbfundar um Félagsþjónustu Reykjavíkur laugardaginn 7. apríl nk. klukkan 11 í Hafnarstræti 20. Framsögumaður verður Sigríður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Félagsþjónustunnar. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 171 orð

Ráðstefna um innfluttar tegundir

LÍFFRÆÐIFÉLAG Íslands stendur fyrir ráðstefnu laugardaginn 7. apríl um innfluttar tegundir og stofna plantna og dýra. Fjallað verður um efnið á breiðum grundvelli af helstu sérfræðingum landsins á þessu sviði. Meira
6. apríl 2001 | Landsbyggðin | 86 orð

Ráðstefna um kornrækt

RÁÐSTEFNAN "Kornrækt á Íslandi á nýrri öld" verður haldin í Skagafirði 8. júní næstkomandi. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 132 orð

Réttara að efla þær stofnanir sem fyrir eru

SAMTÖK verslunarinnar leggjast gegn samþykkt þingsályktunartillögu sem kveður á um að embætti umboðsmanns neytenda verði stofnað og telja réttara að efla þær stofnanir sem þegar eru sérhæfðar til að fara með neytendamál. Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 97 orð

Rússar fái WTO-aðild

BANN Rússa við innflutningi á norskum fiski sýnir betur en nokkuð annað hve nauðsynlegt er, að þeir fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. Kom þetta fram hjá Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í gær. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Saka ráðuneytin um ábyrgðarleysi

UNGMENNI, sem söfnuðust saman í samgönguráðuneytinu síðdegis í gær og héldu sig þar í tæplega fjóra tíma, segja ráðuneyti sýna ábyrgðarleysi gagnvart aðstandendum fórnarlamba flugslyssins sem átti sér stað í Skerjafirði í ágúst á síðastliðnu ári. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 184 orð

Segir skuldirnar aukast um 7 milljónir á dag

TILLÖGU sem Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, flutti í borgarráði 13. mars sl. um að leitað yrði utanaðkomandi ráðgjafar á sviði fjármálastjórnar fyrir Reykjavíkurborg, hefur verið vísað frá. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 245 orð

Sérstakar aðgerðir gegn útlendingaandúð

LAGT er til að gripið verði til sérstakra aðgerða til að stemma stigu við vaxandi andúð í garð útlendinga hér á landi, í tillögu til þingsályktunar sem Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingunni, og fimm samflokksmenn hennar hafa lagt fram á Alþingi. Meira
6. apríl 2001 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Sir Sean í köflóttu

SKOSKI leikarinn Sir Sean Connery tók í gær við heiðursmerki frá Bandarísk-skosku stofnuninni, sem heldur uppi heiðri skosku miðaldahetjunnar William Wallace. Fór athöfnin fram við þinghús Bandaríkjanna í Washington. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 249 orð

Sjúkra- og áætl- unarflug boðið út á næstunni

LÖGFRÆÐINGAR samgönguráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, Tryggingastofnunar ríkisins og Flugmálastjórnar telja eftir athugun ekki efni til að rifta samningum samgöngu- og heilbrigðisráðuneyta við Leiguflug... Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 531 orð

Skattsvik geta numið tugum prósenta í ákveðnum greinum

HLUTFALL svartrar atvinnustarfsemi í ákveðnum atvinnugreinum, á borð við byggingarvinnu, veitingastarfsemi og ferðaþjónustu, skiptir tugum prósenta, segir Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 236 orð

Skipað í samstarfsnefnd um starfsnám

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra hefur skipað samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi fyrir annað starfstímabil nefndarinnar, en fyrri nefnd lauk störfum í desember sl. Helsta hlutverk nefndarinnar skv. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Skíðasprettur á Akureyri

NORSKI skíðamaðurinn Odd-Björn Hjelmeset og sænska skíðakonan Sofia Lind sigruðu í karla- og kvennaflokki í 100 m skíðasprettgöngu í göngugötunni á Akureyri í gærkvöld. Meira
6. apríl 2001 | Landsbyggðin | 76 orð | 1 mynd

Snjóflóð féll í Kleifarhornið

Ólafsfirði- Snjóflóð féll í Kleifarhornið skammt frá Ólafsfjarðarbæ á sunnudag, en það var ekki hreinsað fyrr en á þriðjudag. Snjóflóðið var nokkuð stórt og mun hafa fallið meira en þrjú hundruð metra. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð

Soðið í flæðarmálinu

Blönduósi- Fráveituframkvæmdum austan Blöndu, sem hófust haustið 1999, lýkur nú í sumar. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 261 orð

Stefnt að stækkun um 90 þúsund tonn

VINNU við mat á umhverfisáhrifum þriðja áfanga stækkunar álvers Norðuráls á Grundartanga hefur verið hætt og stefnir því ekki í að framleiðslugeta álversins verði allt að 300 þúsund tonn á ári, eins og hugmyndir forsvarsmanna fyrirtækisins hnigu til. Meira
6. apríl 2001 | Landsbyggðin | 307 orð

Stefnt að því að útungunarstöð verði í Ólafsfirði

Ólafsfiði- Í nógu er að snúast hjá forsvarsmönnum og starfsmönnum Íslandsfugls þessa dagana, og mikið sem þarf að koma í verk á stuttum tíma, því óðum styttist í að starfsemi komist í fullan gang. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 394 orð

Stjórnsýslan færist til Vegagerðarinnar

VERÐI frumvarp samgönguráðherra að lögum, sem hann hefur kynnt ríkisstjórninni, mun öll stjórnsýsla og eftirlit með starfsemi leigubifreiða færast úr samgönguráðuneytinu til Vegagerðarinnar. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 167 orð

Stýri ekki samkeppninni í landinu

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að það sé ekki í sínum verkahring að svara orðum Finns Árnasonar, framkvæmdastjóra Hagkaups, í Morgunblaðinu um að íslenskir skattgreiðendur greiði tugi milljóna í verndartolla til að vernda hagsmuni þessa eina... Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 31 orð

Sýnir í Unique

JÓHANNA Gunnlaugsdóttir, Örk, opnar sýningu á verkum sínum í dag, föstudaginn 6. apríl, kl. 18 í Hár- og sýningahúsinu Unique á Laugavegi 168, Brautarholtsmegin. Þema sýningarinnar er hugurinn. Sýningin stendur 27.... Meira
6. apríl 2001 | Akureyri og nágrenni | 335 orð

Tvær millj. í bætur en viðurkenna ekki meint lögbrot

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær samkomulag við Valgerði H. Bjarnadóttur sem gegndi stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrarbæjar frá því í ágúst 1991 til loka júlí 1995. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 282 orð

Unnt að draga úr áhrifum með mótvægisaðgerðum

VIRKJUN við Kárahnjúka mun að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands leiða til töluverðra breytinga á náttúrunni frá útfalli neðan stöðvarhúss í Fljótsdal að ósum Lagarfljóts við Héraðsflóa. Áhrifin yrðu langmest eftir fyrri áfanga virkjunarinnar, þ.e. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 809 orð | 1 mynd

Úrslitaleikir í 8. flokki drengja

Pétur Guðmundsson fæddist í Reykjavík 30. október 1958. Hann lauk stúdentsprófi í Bandaríkjunum 1997. Hann starfaði við íþróttamál sem ráðgjafi fyrir unglinga sem hyggja á framhaldsnám sl. sjö ár í Bandaríkjunum þar sem hann bjó í Seattle í Washington. Nú er Pétur þjálfari í körfuknattleik hjá Ungmennafélaginu Fjölni í Grafarvogi þar sem hann þjálfar börn og unglinga. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Verð á grænmeti lækkaði um 10,9% síðasta árið

VERÐ á grænmeti hefur á síðustu 12 mánuðum lækkað um 10,9%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,9%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands en hún fylgist með smásöluverði frá einum mánuði til annars. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 256 orð

Viðbrögðin eru vonbrigði

VIÐBRÖGÐ mín við svari ráðherra eru vonbrigði því að með fullri virðingu fyrir umboðsmanni Alþingis þá hefði verið best að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn af utanaðkomandi óháðum aðilum, helst erlendum sérfræðingum, sem hafa þekkingu sem umboðsmaður... Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 51 orð

Vinnufélagar unnu 11 milljónir

HÓPUR vinnufélaga, sem hefur spilað í happdrætti SÍBS til margra ára, vann í gær 11 milljónir. Í gær var dregið í 4. flokki happdrættisins og kom hæsti vinningur á miða félaganna. Miðinn var seldur í aðalumboðinu í Reykjavík. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 165 orð

Vörur sviknar út á reikningsnúmer

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur að undanförnu fengið nokkrar fjársvikakærur þar sem vörur hafa verið sviknar út úr fyrirtækjum. Við fjársvikin voru notuð nöfn, kennitölur og eftir atvikum reikningsnúmer fyrirtækja eða stofnana. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 343 orð

Þingmáli um Þjóðhagsstofnun ekki hraðað

TILLAGA Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, til þingsályktunar um endurskoðun á starfsemi og stöðu Þjóðhagsstofnunar, fékkst ekki rædd á Alþingi í gær, þrátt fyrir sérstakar óskir flutningsmanna þar um. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 83 orð

Þýskunámskeið fyrir framhaldsskólanemendur

ÞÝSKA menningarmiðstöðin Goethe-Zentrum efnir til námskeiðs í þýsku fyrir framhaldsskólanemendur frá 12. apríl til 6. maí. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á þá grunnþætti þýskrar málfræði sem kenndir eru í framhaldsskólunum og mikið reynir á í prófum. Meira
6. apríl 2001 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Æðarkóngar í þorskanet

BÁTSVERJARNIR á Önnu H GK 80 fundu fimm æðarkónga og þrjár æðardrottningar flækt í þorskanet þegar þeir vitjuðu netanna undan Steinasandi í Suðursveit í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

6. apríl 2001 | Leiðarar | 931 orð

HVAÐ VILL BUSH Í LOFTSLAGSMÁLUM?

Stefnubreyting George Bush, forseta Bandaríkjanna, í loftslagsmálum hefur vakið undrun og reiði, bæði heima fyrir og hjá bandamönnum Bandaríkjanna víða um heim, ekki sízt í hópi annarra iðnvæddra ríkja. Meira
6. apríl 2001 | Staksteinar | 472 orð | 2 myndir

Varnarsamningur í 50 ár

Fyrir okkur er augljóslega ómetanlegt að njóta varna öflugasta ríkis veraldar, segir Björn Bjarnason, menntamálaráðherra m.a. í grein á heimasíðu sinni. Meira

Menning

6. apríl 2001 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Afturhvarf í Listasafni Borgarness

AFTURHVARF er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á morgun, laugardag, kl. 15-17, í Listasafni Borgarness. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 414 orð | 1 mynd

Ástin og andstæðurnar

Kringlubíó, Háskólabíó og Nýja bíó á Akureyri frumsýna bandarísku myndina Save the Last Dance með Juliu Stiles. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 230 orð | 1 mynd

Betur látið vera

Leikstjórn Michael Lindsay-Hogg. Handrit Mark Sanfield. Aðalhlutverk Aidan Quinn, Jared Harris. (90 mín.) Bandaríkin 2000. Sam-myndbönd. Öllum leyfð. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 707 orð

Bíóin í borginni

BOUNCE Regnboginn. GIRLFIGHT Háskólabíó. SAVE THE LAST DANCE Kringlubíó, Háskólabíó. SUGAR AND SPICE Laugarásbíó. Traffic Bandarísk. 2000. Leikstjóri: Steven Soderbergh. Handrit: Stephen Gaghan. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Blásaklaus!

HANN hefur verið óþreytandi í því að lýsa yfir sakleysi sín undanfarið, sérstæði rapparinn hann Shaggy. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 386 orð | 1 mynd

Boxað í laumi

Háskólabíó frumsýnir bandarísku bíómyndina Girlfight í leikstjórn Karyn Kuzama, sem fjallar um unga stúlku sem æfir box. Meira
6. apríl 2001 | Tónlist | 639 orð

Broadway á suðupunkti

Lög úr Broadway-söngleikjum. Einsöngvarar: Debbie Gravitte, Liz Callaway, Gregg Edelman og Stephen Bogardus. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Martins Yates. Fimmtudaginn 5. apríl kl. 20. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 403 orð | 1 mynd

Buddy, Abby og ástin

Regnboginn frumsýnir rómantísku gamanmyndina Bound með Ben Affleck og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 382 orð | 3 myndir

Burtfararprófstónleikar

Söngskólinn í Reykjavík Bryndís Jónsdóttir Einsöngstónleikar Bryndísar Jónsdóttur sópransöngkonu verða haldnir í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7, á morgun, laugardag, kl. 17. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Dansinn dunar!

POTTÞÉTT mál, nýjasta Pottþétt platan, enn þá á toppnum. Segir sig sjálft. Það er gaman að líta yfir efnisúrval á þessum vinsælu safndiskum því við það fær maður ansi glögga mynd á því hvaða straumar ríkja í dægurtónlist hverju sinni. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Einsöngstónleikar í Digraneskirkju

GUÐRÚN Lóa Jónsdóttir mezzósópran heldur einsöngstónleika í Digraneskirkju á morgun, laugardag, kl. 16. Undirleikari er Kjartan Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 356 orð | 1 mynd

Erfiðasta ár ævi minnar

JENNIFER opnar sig upp á gátt í viðtali í nýjasta hefti tímaritsins Vanity Fair og tjáir sig á opinskáan hátt um hjónalífið með Brad Pitt. Hún segir fullum fetum að þetta tæpa ár sem þau hafa verið gift sé búið að vera erfiðasta ár ævi sinnar. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 196 orð | 1 mynd

Friðarhlaup í slyddunni

Í GÆR og í dag er hlaupið friðarhlaup í grunnskólum Reykjavíkur. Af því tilefni eru staddir á landinu 11 hlauparar frá 12 Evrópulöndum sem hlaupa með friðarkyndilinn ásamt 3.000 krökkum á aldrinum 10-12 ára úr 26 grunnskólum. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 280 orð | 2 myndir

Gaman að redda öllu sjálf

Í KVÖLD og annað kvöld munu nemendur á söngleikjanámskeiði í Domus Vox setja upp stytta útgáfu af söngleiknum Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sýningarnar verða kl. 18 og 20 á föstudaginn, en kl. 14 og 20 á laugardaginn og kostar 700 kr. inn. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 295 orð | 4 myndir

Godspeed You Black Emperor!

Godspeed You Black Emperor! - Lift Yr. Skinny Fists Like Antennas to Heaven! "Tónlistin hér er blátt áfram hrífandi og lögin taka sér hægt og bítandi góðan bólstað í tóneyranu... Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 101 orð

Gospelhátíð Kvennakórs Suðurnesja

KVENNAKÓR Suðurnesja heldur vortónleika sína í Háteigskirkju annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30. Meira
6. apríl 2001 | Kvikmyndir | 295 orð

Grín og gaman

Leikstjóri: Mark Dindal. Handrit: Roger Allens og David Reynolds. Leikstjóri ísl. talsetn: Júlíus Agnarsson. Leikarar: Sturla Sighvatsson, Ólafur Darri Ólafsson, Lísa Pálsdóttir og Magnús Jónsson. 78 mín. Walt Disney 2000. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Jodie Foster á von á sér

LEIKKONAN Jodie Foster ber nú annað barn sitt undir belti en líkt og með soninn Charlie, sem nú er tveggja ára, ætlar hún ekki að gefa upp hver faðirinn er. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 54 orð

Kvikar myndir

NÚ stendur yfir kvikmyndahátíðin Kvikar myndir í MÍR-salnum og Norræna húsinu. Yfirskrift hátíðarinnar er Pólitík. Föstudagur Norræna húsið: Opið kl. 14- 18. Loft: Frjáls flokkur. Gólf, kl. 15: Áróðursmyndir, ýmsir titlar. Gryfja, kl. 14:... Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 11 orð

Kvikmyndaumfjöllun önnur en frumsýningar og bíóin...

Kvikmyndaumfjöllun önnur en frumsýningar og bíóin í borginni f´ærist yfir á... Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 92 orð

Leikendur og listrænir stjórnendur

Söngleikurinn Syngjandi í rigningunni er byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 1952. Höfundar handrits og sviðsgerðar eru Betty Comden og Adolph Green, en tónlistin er sótt í smiðju Arthurs Freeds og Nacios Herbs Browns. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 130 orð

Listamaður aprílmánaðar í Reykjanesbæ

NÝ mynd mánaðarins verður afhjúpuð í Kjarna, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ, á morgun, laugardag, kl. 13.30. Listamaður aprílmánaðar er Eiríkur Árni Sigtryggsson. Eiríkur er fæddur 14. sept. 1943 í Keflavík og hefur stundað list sína frá unga aldri. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 353 orð | 5 myndir

Ljóð og djass í Ráðhúsinu

TÓNLISTAR- og ljóðaflutningur verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardag, kl. 15. Tilefni tónleikanna er útgáfa Smekkleysu á geislaplötunni Októberlauf. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 90 orð

Ljósmyndasýning á Höfn

LJÓSMYNDASÝNINGIN Eyðibýli verður opnuð í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði á morgun, laugardag, kl. 14. Eyðibýli er samsýning tveggja ljósmyndara, þeirra Nökkva Elíassonar og Brians Sweeneys. Meira
6. apríl 2001 | Kvikmyndir | 318 orð

Maður og þungavinnuvélar

Leikstjóri: Emilie Deleuze. Handrit: Emilie Deleuze, Laurent Guyot, Guy Laurent. Kvikmyndataka: Antoine Héberlé. Aðalhlutverk: Samuel Le Bihan, Marcial Di Fonzo Bo. Frakkland 1999. 90 mínútur. Meira
6. apríl 2001 | Kvikmyndir | 231 orð

Meðaljónar gerast krimmar

Leikstjóri: Pierre Jolivet. Handrit: Pierre Jolivet og Simon Michael. Aðalhlutverk. Vincent Lindon, François Berléand, Roschdy Zem, Zabou og Catherine Mouchet. 96 mín. Bac Films 1999. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 89 orð | 1 mynd

Niður veginn!

BONNIE Prince Billy er aukasjálf bandaríska tónlistarmannsins Will Oldham. Eftir að hafa varið kröftum sínum í ýmis tónlistarverkefni framan af 10. áratugnum, sem einatt voru tilbrigði við Palace-nafnið (t.d. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 37 orð

Norðurbotnsdagar

Í NORRÆNA húsinu er síðasti dagur kynningar á menningu frá Norðurbotni í Svíþjóð. Föstudagur Kl. 20 verður bókmenntadagskrá með yfirskriftinni "Landamæralausar norðurslóðir". Meira
6. apríl 2001 | Myndlist | 678 orð | 1 mynd

"DRASL 2000"

Opið virka daga frá 12-19, laugardaga og sunnudaga 12-16.30. Til 29. apríl. Aðgangur ókeypis. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 900 orð | 2 myndir

"Í lagi að vera ferlega góður - en það er bara ekki nóg"

Fyrsta tónlistarútgáfa hins nýstofnaða útgáfufyrirtækis Eddu er verkið Klif eftir saxófónleikarann Jóel Pálsson. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Jóel um plötuna sem markar viss vatnaskil í útgáfu hérlendis. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

Ráðgátan leyst!

HIN dularfulla sýndarveruleikasveit Gorillaz hefur verið mörgum hulin ráðgáta. Meðlimir sveitarinnar eru fjórar sértilbúnar teiknimyndapersónur, 2D, Murdoc, Russel og hin tíu ára karatestúlkan Noodle. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 484 orð | 3 myndir

Rithöfundar á Norðurbotnsdögum

Í NORRÆNA húsinu stendur nú yfir kynning á menningu frá Norðurbotni í Svíþjóð og verður bókmenntadagskrá í kvöld kl. 20. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 382 orð | 1 mynd

Sykur og krydd

Laugarásbíó frumsýnir bandarísku bíómyndina Sugar and Spice með Menu Suvari. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 94 orð

Söngdagur barnakóra á Selfossi

"ÓAFLÁTANLEGA syngjandi" er yfirskrift söngdags barna- og unglingakóra í Selfosskirkju í dag, laugardag. Hátíðin hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 21 orð

Tónleikar með sýslumönnunum

HLJÓMSVEITIN Sýslumennirnir heldur tónleika í Pakkhúsinu á Selfossi í kvöld, föstudagskvöld, kl. 22. Sýslumennirnir eru fullskipuð dixielandhljómsveit úr Árnessýslu. Aðgangseyrir er 1.000... Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 155 orð

Tónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík

Tónfræðideild Tónleikar tónfræðadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Þar verða frumflutt verk eftir nemendur tónfræðadeildar. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 1049 orð | 3 myndir

Úrhellisrigning á Stóra sviði Þjóðleikhússins

Í kvöld mun rigna á sviði Þjóðleikhússins en tilefnið er frumsýning á söngleiknum Syngjandi í rigningunni, sem hefst kl. 20. Heiða Jóhannsdóttir spjallaði við leik-stjórann Kenn Oldfield daginn fyrir frumsýningu. Meira
6. apríl 2001 | Leiklist | 508 orð

Víst er glóra

Leikstjóri: Gunnar Hansson. Byggt á kvikmyndinni Clueless eftir Amy Heckerling og skáldsögunni Emmu eftir Jane Austen. Meira
6. apríl 2001 | Fólk í fréttum | 257 orð | 1 mynd

Þrír í hóp

ROKKHLJÓMSVEITIN Noise er ein þeirra sveita sem komust alla leið í úrslitakeppni Músíktilrauna þetta árið. Rokktríóið spilar einfalt og hreint gítarrokk en starfsaldur sveitarinnar rétt rúmir þrír mánuðir. Meira
6. apríl 2001 | Menningarlíf | 62 orð | 1 mynd

Þrír kórar í Breiðholtskirkju

ÞRÍR kórar halda sameiginlega tónleika í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, kl. 15. Kórarnir eru Gerðubergskórinn (kór Félagsstarfs Gerðubergs), Þingeyingakórinn og M.R.60. Meira

Umræðan

6. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 39 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Nk. sunnudag 8. apríl verður fimmtugur Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins . Meira
6. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 861 orð

(5. Mós. 31, 22.)

Í dag er föstudagur 6. apríl, 96. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Og Móse skrifaði upp kvæði þetta þann hinn sama dag og kenndi það Ísraelsmönnum. Meira
6. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Sl. miðvikudag, 4. apríl, varð sextugur Jóhannes Karlsson, Digranesvegi 20, Kópavogi . Meira
6. apríl 2001 | Aðsent efni | 900 orð | 1 mynd

Allt fyrir ekkert

Rússneska mafían, segir Leifur Jónsson, er farin að taka hér forskot á sæluna. Meira
6. apríl 2001 | Aðsent efni | 845 orð | 1 mynd

Allt í nafni lýðræðis og ...

Fjarveran, segir Sigurður Björnsson, felur í sér yfirlýsingu. Meira
6. apríl 2001 | Aðsent efni | 809 orð | 1 mynd

Hræðsla við framtíðina

Það er óskiljanlegt, segir Þröstur Harðarson, að fólk loki augunum fyrir því að það er löngu tímabært að breyta uppbyggingu skólaársins, þar sem núverandi forsendur eru brostnar. Meira
6. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 676 orð

Hvar liggur siðferði sölumanna?

Á TÍMUM harðnandi samkeppni í smásölu bóka og enn harðari samkeppni við aðra afþreyingu hafa útgefendur fræðibóka orðið undir. Bækur þeirra enda í auknum mæli í háum hlöðum á borðum bókamarkaða og virðist orðið erfitt að selja þær þar. Meira
6. apríl 2001 | Aðsent efni | 464 orð | 1 mynd

Í tilefni geðheilbrigðisdags

Geðsjúkdómar eru því ekki lengur einangrað fyrirbæri á geðdeildum, segir Óttar Guðmundsson, heldur óaðskiljanlegur hluti af samfélaginu. Meira
6. apríl 2001 | Aðsent efni | 625 orð | 1 mynd

Konur og karlar - vægi neytandans

Umönnunarstéttir hefur skort góð mælitæki, segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, sem sýna fram á árangur og mikilvægi starfanna. Meira
6. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 70 orð

KOSSAVÍSUR

Ljúfi! gef mér lítinn koss, lítinn koss af munni þínum! Vel ég mér hið vænsta hnoss - vinur, gef mér lítinn koss! Ber ég handa báðum oss blíða gjöf á vörum mínum. Ljúfi! gef mér lítinn koss, lítinn koss af munni þínum! Meira
6. apríl 2001 | Aðsent efni | 1395 orð | 1 mynd

Leikhúsmál

Leikhúsmenning í bland við aðra menningarstarfsemi, segir Sæmundur Norðfjörð, er órjúfanlegur þáttur í öllum nútímalegum menningarsamfélögum. Meira
6. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 397 orð

Ruslborgarar fá ekki endurgreiðslu

Á FUNDI með forsætisráðherra og fjármálaráðherra sömdu þeir Benedikt Davíðsson, formaður LEB, og Ólafur Ólafsson, formaður FEB í Reykjavík, um það að lög ríkisstjórnarinnar um endurgreiðslu tekjutengingar við laun maka fjögur ár aftur í tímann skuli ekki... Meira
6. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 479 orð

SKÝRSLA samkeppnisráðs um grænmetismarkaðinn er ótrúleg...

SKÝRSLA samkeppnisráðs um grænmetismarkaðinn er ótrúleg og á köflum reyfarakennd lesning. Eftir lestur hennar er Víkverja til efs að jafnfrekleg atlaga hafi verið gerð að hagsmunum íslenzkra neytenda og þar er lýst. Meira
6. apríl 2001 | Aðsent efni | 810 orð | 1 mynd

Stjórnsýsla í Flatey

Af þessu má sjá, segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, að Reykhólahreppur sinnir fullkomlega lögboðnum skyldum sínum og vel það, hvað varðar þjónustu við íbúa Flateyjar. Meira
6. apríl 2001 | Aðsent efni | 480 orð | 1 mynd

Treystum á þá hæfustu

Er ekki best fyrir alla, spyr Jónas Garðarsson, að þeir fái kvótann sem eru tilbúnir að borga rétt verð? Meira
6. apríl 2001 | Aðsent efni | 820 orð | 2 myndir

Umhverfisráðuneyti - fyrsta, annað, þriðja... selt?

Þetta afhjúpar ekki einungis dómgreindarleysi ráðherra, segja Árni Halldórsson og Þorsteinn Tryggvi Másson, heldur líka óvandaða fréttamennsku. Meira
6. apríl 2001 | Bréf til blaðsins | 551 orð | 1 mynd

Útrýmum einelti

TIL þess að útrýma einelti þarf að ráðast að rót vandans, fólk sem er lagt í einelti, með beinum eða óbeinum hætti, leggur aðra í einelti með beinum eða óbeinum hætti. Láglaunafólk er lagt í einelti, ellilífeyrisþegar og öryrkjar eru lagðir í einelti. Meira
6. apríl 2001 | Aðsent efni | 1067 orð | 2 myndir

Yfir eða gegnum Bröttubrekku

Leiðin um Bröttubrekku er alfaraleið og aðalbraut milli Vestfjarðasvæðisins og suðvesturhornsins, segja Ástvaldur Magnússon og Þorgeir Ástvaldsson, þar sem öll stjórnsýslan og þjónustan er. Meira
6. apríl 2001 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Þjóðlendulög

Getum við núlifandi Íslendingar sem búum í réttarríki, spyr Hafsteinn Hjaltason, rökstutt kröfur um einkaeignarlönd með stuðningi við gamla valdníðslugerninga? Meira

Minningargreinar

6. apríl 2001 | Minningargreinar | 2130 orð | 1 mynd

Aðalheiður Lilja Jónsdóttir

Aðalheiður Lilja Jónsdóttir fæddist 8. ágúst 1910 í Arnarfelli í Þingvallasveit. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 29. mars sl. Foreldrar hennar voru Agnes Gísladóttir, f. 13. maí 1865 í Butru í Fljótshlíð, d. 31. janúar 1948, og Jón Ólafsson, f. 12. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 1542 orð | 1 mynd

AÐALSTEINN STEFÁNSSON

Aðalsteinn Stefánsson fæddist á Hamri í Hamarsfirði 19. mars 1917. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Sigurðardóttir, f. 16. febrúar 1891, d. 20. desember 1969, og Stefán Stefánsson, f. 2. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 2204 orð | 1 mynd

BALDUR ÞORVALDSSON

Baldur Þorvaldsson flugvélstjóri fæddist 15. nóvember 1942. Hann lést á Filippseyjum 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Áróra Guðmundsdóttir, f. 4. júlí 1912, d. 27. apríl 1990, og Þorvaldur B. Þorkelsson yfirprentari, f. 20. desember 1893,... Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 1000 orð | 1 mynd

BJARNI INGIBERGUR SIGFÚSSON

Bjarni Ingibergur Sigfússon fæddist á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð í Skagafirði 21. júní 1916. Hann andaðist á Landspítalanum 29. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 5. apríl. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 1250 orð | 1 mynd

BJÖRN FRIÐRIKSSON

Björn Friðriksson verslunarmaður fæddist í Sveinungsvík í Þistilfirði 2. september 1918. Hann lést á Landspítalanum Landakoti 27. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 940 orð | 1 mynd

EYÞÓR GÍSLASON

Eyþór Gíslason fæddist á Þorljótsstöðum í Vesturdal í Skagafirði 18. apríl 1920. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Fossvogi 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Jónasson og Sigurlaug Árnadóttir. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 1502 orð | 1 mynd

GUÐJÓN JÓNSSON

Guðjón Jónsson, fyrrverandi bústjóri og verkamaður, fæddist 13. desember 1913 á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungum í Borgarfirði. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þórólfur Jónsson, f. 2.6. 1870, d. 9.3. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 1510 orð | 1 mynd

MARINÓ TRYGGVASON

Marinó Tryggvason fæddist á Jórunnarstöðum í Eyjafjarðarsveit 17. júlí 1914. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri að kvöldi 28. mars síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Tryggvi Sigurðsson, bóndi á Jórunnarstöðum, f. 19. nóvember 1853, d. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 405 orð | 1 mynd

Nelson Ivan Japke Adriasola

Nelson Ivan Japke Adriasola fæddist í Valparaíso í Chile 22. mars 1957. Hann lést í umferðarslysi í Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi 31. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 737 orð | 1 mynd

Paula Andrea Yañez Vega

Paula Andrea Yañez Vega fæddist í Valparaíso í Chile 11. maí 1975. Hún lést í umferðarslysi í Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi 31. mars 2001. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 522 orð | 1 mynd

PETRÚNELLA AÐALHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir fæddist í Sjóbúð á Akranesi 22. júlí 1913. Hún andaðist hinn 22. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 29. mars. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 5804 orð | 1 mynd

Tryggvi Björnsson

Tryggvi Björnsson fæddist á Hrappsstöðum, Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu, 29. maí 1919. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Ingvar Jósefsson, f. 11.9. 1896 á Hrappsstöðum d. 4.8. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 1319 orð | 1 mynd

VALDIMAR VALDIMARSSON

Valdimar Valdimarsson fæddist 10. janúar 1948 á Bárugötu 16 í Reykjavík. Hann lézt á heimili sínu, Aðallandi 6, 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Guðmundsson skipstjóri, f. 18.11. 1913, d. 20.5. Meira  Kaupa minningabók
6. apríl 2001 | Minningargreinar | 1776 orð | 1 mynd

Viðar Gíslason

Viðar Gíslason var fæddur 29. október 1972. Hann lést 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Gísli Júlíusson, f. 31.3. 1946, og Alda Guðmundsdóttir, f. 18.1 1949, d. 22.1. 1976. Bróðir Viðars var Elvar Gíslason, f. 14.9. 1968, d. 29.5. 1996. Fósturmóðir Viðars er Sigríður Þorvaldsdóttir, f. 8.8. 1948, og fósturbróðir hans er Daníel Birgir Ívarsson. Útför Viðars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Breski seðlabankinn lækkar vexti

STJÓRN breska seðlabankans ákvað í gærmorgun að lækka stýrivexti bankans í 5,5%, eða um 25 punkta og hafa stýrivextir bankans ekki verið lægri í 16 mánuði. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 423 orð | 1 mynd

Erfið staða Goða veldur áhyggjum

56 milljóna króna tap varð á rekstri Kaupfélags Héraðsbúa á síðasta ári, sem er helmingi meira en árið áður. Helstu skýringar á verri afkomu eru vaxtakostnaður, tap á kjötafurðum og söluskála á Egilsstöðum og að kostnaðarhækkanir fóru úr böndum. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 612 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 05.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 05.04.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Formlegar viðræður í gangi

GOÐI og Norðlenska, kjötvinnslufyrirtæki KEA, hafa tekið upp formlegar viðræður um samruna fyrirtækjanna, að sögn Jóns Helga Björnssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Kaupþing með 98,64% hlutafjár

TILBOÐSFRESTUR yfirtökutilboðs til hluthafa Frjálsa fjárfestingarbankans hf. rann út 26. mars síðastliðinn og samþykktu alls um 21,4% hluthafa tilboðið. Kaupþing hf. og aðilar sem stóðu sameiginlega að kaupum á Frjáls fjárfestingarbankanum hf. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 109 orð

Landsbankinn kaupir í EFA

ÍSLENSKIR aðalverktakar hf. hafa selt Landsbankanum-Fjárfestingu hf. hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum hf., EFA, að upphæð 50.830.000 krónur og eftir þau viðskipti er eignarhlutur Íslenskra aðalverktaka hf. í EFA samtals 84.125. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Lína.Net með lægsta tilboð í símkerfi Landspítalans

NÍU tilboð bárust frá sjö fyrirtækjum í símkerfi og tal- og fjarskiptaþjónustu fyrir Landspítala - háskólasjúkrahús. Lína.Net átti lægsta tilboðið í símkerfi Landspítalans, 24.104.776 krónur. Nýherji átti hæsta tilboðið, sem hljóðaði upp á 48.182. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Lína.Net og Tal gera samtengisamning

LÍNA.Net og Tal hafa skrifað undir samtengisamning um flutning símtala milli ljósleiðarakerfis Línu.Nets og hins almenna símanets í gegnum Tal. Með samningnum verður Lína. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 86 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.138,11 0,06 FTSE 100 5.621,80 1,56 DAX í Frankfurt 5.773,34 3,14 CAC 40 í París 5. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 638 orð | 2 myndir

Mikill vöxtur einkenndi reksturinn

AÐALFUNDUR Íslandssíma hf. var haldinn í gær. Þar kom fram í ræðu stjórnarformanns, Páls Kr. Pálssonar, að heildarvelta samstæðunnar hefði í fyrra verið um 790 milljónir króna, sem sé umfram þau markmið sem félaginu hafi verið sett í lok árs 1999. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 661 orð

Tæknival og Griffill takast á

SAMKEPPNI á skrifstofuvörumarkaði virðist vera að harðna. Griffill, sem er í eigu Pennans, og Tæknival, með hina nýju verslun Office 1, sem var opnuð síðastliðinn laugardag, hafa beint spjótum að hvor öðrum í auglýsingum að undanförnu. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 294 orð | 1 mynd

Verðmæti Arcadia hækkar mikið

Í VIÐTALI við breska dagblaðið Financial Times í fyrradag segir Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., að hann telji verslunarfyrirtækið Arcadia of lágt verðmetið. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 77 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 5.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 5.4. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira
6. apríl 2001 | Viðskiptafréttir | 109 orð

Yngri félögum heimiluð skráning

STJÓRN Verðbréfaþings Íslands hf. hefur ákveðið að breyta reglum um skráningu verðbréfa á Verðbréfaþingi þannig að félög þurfi ekki að hafa þriggja ára rekstrarsögu eins og hingað til hefur verið. Meira

Fastir þættir

6. apríl 2001 | Fastir þættir | 33 orð

4.

4. FLOKKUR 2001 ÚTDRÁTTUR 5. APRÍL 2001 Kr. 11.000.000 / 50240 Kr. 1.000.000 / 46168 53902 Kr. 100.000 / 38233 46301 51372 53500 56593 Kr. 50.000 / 3016 9027 28961 29686 32914 Aukavinningar Kr. 75. Meira
6. apríl 2001 | Fastir þættir | 329 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÞAÐ er heiður að vera tilnefndur til Óskarsverðlauna, en hitt þykir ekki jafn eftirsóknarvert að fá tilnefningu fyrir mesta heppnisspil Íslandsmótsins. Meira
6. apríl 2001 | Viðhorf | 830 orð

Eldsmatur í drullupolli

Grænmetisglæpir og mafíustarfsemi fá vart hróflað við íhaldssemi Íslendinga. Meira
6. apríl 2001 | Í dag | 500 orð | 1 mynd

Hjónanámskeið á vegum Hafnarfjarðarkirkju

UM þessar mundir er að ljúka hjónanámskeiðum vetrarins á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Undanfarna 5 vetur hafa um 4.000 manns tekið þátt í þessum námskeiðum. Meira
6. apríl 2001 | Fastir þættir | 970 orð | 1 mynd

Hvað leynist á háaloftum eða í kjöllurum?

FRÍMERKJAKAUPMENN hafa á liðnum árum vikið að því við mig, að á það skuli bent í frímerkjaþætti, að menn fari gætilega að, þegar verið sé að taka til í gömlum dánarbúum og henda því, sem menn telja fánýtt og jafnvel einskis virði. Meira
6. apríl 2001 | Fastir þættir | 279 orð

Kr.

Kr. 15. Meira
6. apríl 2001 | Fastir þættir | 294 orð

Kr.

Kr. 4. Meira
6. apríl 2001 | Fastir þættir | 18 orð

Kr.

Kr. 25. Meira
6. apríl 2001 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á Amber-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Margir af fremstu skákmönnum heims tóku þátt í mótinu. Þótt Ljubomir Ljubojevic (2566) teljist ekki lengur á meðal þeirra teflir hann á hverju ári í þessu ofurmóti. Meira

Íþróttir

6. apríl 2001 | Íþróttir | 84 orð

Ayala sleppur við bann

AGANEFND knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur fellt niður gula spjaldið sem Fabien Ayala, leikmaður spænska liðsins Valencia, fékk að líta á í leik liðsins við Arsenal í meistaradeildinni í fyrrakvöld. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 71 orð

Draumahöggið 1. apríl

REYNIR Guðmundsson úr Golfklúbbnum Flúðum fór holu í höggi á sunnudaginn, 1. apríl. Reynir var við golfleik á Islantilla vellinum á Spáni þar sem hann er í golfferð með Úrvali/Útsýn. Á 15. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 465 orð

Eyjakonur voru ekki öfundsverðar að taka...

HAUKAR eru komnir með aðra hönd á Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik eftir að hafa lagt ÍBV í tveimur viðureignum í röð. Í bráðfjörugum leik sem fram fór í Eyjum fögnuðu Haukar sigri, 23:19, og á morgun getur Hafnarfjarðarliðið innbyrt titilinn þegar liðin eigast við á Ásvöllum í þriðja úrslitaleiknum. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 1046 orð | 2 myndir

Fólk skynjar að liðið á meira inni

EFTIR þrettán ára baráttu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik er Tindastóll frá Sauðárkróki í fyrsta skipti kominn í tæri við sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

Fyrstu mörkin hjá Andra

ANDRI Sigþórsson skoraði fyrstu mörk sín í mótsleik með Salzburg í Austurríki í fyrrakvöld. Hann gerði þá bæði mörk liðsins þegar það sigraði 2. deildarliðið Florisdorfer, 2:0, á útivelli í þriðju umferð bikarkeppninnar. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 292 orð

HANDKNATTLEIKUR ÍBV - Haukar 19:23 Íþróttahúsið...

HANDKNATTLEIKUR ÍBV - Haukar 19:23 Íþróttahúsið í Vestmannaeyjum. Úrslitakeppni kvenna í handknattleik, annar leikur í úrslitum, fimmtudagur 5. apríl 2001. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 357 orð | 1 mynd

Ísfirðingar sigursælir í Hlíðarfjalli

ÍSFIRÐINGAR unnu þrefaldan sigur í göngu á fyrsta degi Skíðamóts Íslands í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær. Ólafur Th. Árnason sigraði í 15 km göngu karla 20 ára og eldri eftir harða baráttu við Baldur Helga Ingvarsson frá Akureyri. Systir Ólafs, Katrín Árnadóttir sigraði í 5 km göngu kvenna 16 ára og eldri og Jakob Einar Jakobsson bar sigur úr býtum í 10 km göngu pilta 17-19 ára en gengið var með frjálsri aðferð. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 724 orð | 2 myndir

KA-menn stíga fram í sviðsljósið

ÁTTA liða úrslit 1. deildar karla í handknattleik hefjast í kvöld með fjórum leikjum. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 336 orð | 1 mynd

KJARTAN Antonsson, knattspyrnumaður hjá ÍBV ,...

KJARTAN Antonsson, knattspyrnumaður hjá ÍBV , fer að óbreyttu ekki til norska félagsins Haugesund. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 172 orð

Liverpool hélt jöfnu

LIVERPOOL á góða möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitum UEFA-keppninnar í knattspyrnu í vor. Liverpool sótti Barcelona heim á Camp Nou-leikvanginn glæsilega í Barcelona í gærkvöldi og hélt jöfnu en ekkert mark leit dagsins ljós Hitt spænska liðið í undanúrslitunum, Alaves, á hins vegar greiða leið í úrslitaleikinn eftir stórsigur á Kaiserslautern, 5:1. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 160 orð

Mæta fyrst Rússum

BÚIÐ er að ákveða leikdaga hjá íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Kína árið 2003. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 171 orð

SKIPULEGGJENDUR Masters-keppninnar í golfi íhuga að...

SKIPULEGGJENDUR Masters-keppninnar í golfi íhuga að breyta verulega fjórum brautum Augusta National-golfvallarins. Brautirnar sem um er að ræða eru nr. 5, 11, 14 og 18 en þær eru allar par fjórir. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 44 orð

SKÍÐI Skíðamót Íslands í Hlíðarfjalli við...

SKÍÐI Skíðamót Íslands í Hlíðarfjalli við Akureyri, annar keppnisdagur. Keppni í stórsvigi karla og kvenna 15 ára og eldri hefst kl. 9. Keppnin er einnig alþjóðlegt FIS-stigamót. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 517 orð | 1 mynd

TEDDY Sheringham segist vera ánægður með...

TEDDY Sheringham segist vera ánægður með að vera boðinn eins árs samningur við Manchester United en núgildandi samningur hans rennur út í vor. Sheringham, sem er 35 ára, segir að fyrir mann á hans aldri sé þægilegast að semja til eins árs í senn. Meira
6. apríl 2001 | Íþróttir | 502 orð

Ætlum ekki að breyta neinu

NJARÐVÍKINGAR hafa notað tímann vel eftir að liðið lagði Íslandsmeistaralið KR í þrígang í undanúrslitum úrslitakeppninnar í körfuknattleik karla. Teitur Örlygsson, leikmaður Njarðvíkur og annar þjálfari liðsins, segir sína menn tilbúna í slaginn og í raun hafi þeir ekki hugsað út í hverjir mótherjar liðsins yrðu í úrslitunum sem hefjast á sunnudag. Meira

Úr verinu

6. apríl 2001 | Úr verinu | 220 orð

Beitarfiskur kynntur vestra

DÓTTURFYRIRTÆKI SÍF í Bandaríkjunum, SÍF Iceland Seafood Corp, hefur sett á markað nýja vöru fyrir veitingahúsamarkaðinn, sem kallast "Tilapia Tonight". Tilapia er vinsæll hlýsjávarfiskur úr eldi og heitir beitarfiskur á íslenzku. Meira
6. apríl 2001 | Úr verinu | 1025 orð

Hagræðingin aðeins fyrir stórfyrirtækin

SKÝRSLA Byggðastofnunar um áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins á byggðaþróun á Íslandi, sem birt var fyrir skömmu, kom mjög til umræðu í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Guðjón A. Meira
6. apríl 2001 | Úr verinu | 96 orð

Ræddu samstarf við Rússa

FYRSTI fundur íslensk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar var haldinn í Reykjavík fyrir skömmu. Nefndin var stofnuð samkvæmt samningi Íslands og Rússlands um samstarf á sviði sjávarútvegs sem undirritaður var í apríl á síðasta ári. Meira
6. apríl 2001 | Úr verinu | 210 orð | 1 mynd

Til hvers að breyta?

"Þorskaflakerfi smábáta hefur nú verið í gildi í nokkur ár. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 187 orð | 1 mynd

Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá

SAMKEPPNISRÁÐ hefur sektað þrjú fyrirtæki á grænmetis- og ávaxtamarkaði fyrir brot á samkeppnis-lögum. Þetta eru Sölufélag garðyrkjumanna, Ágæti og Mata. Þau eru sökuð um að hafa haft samráð um verð og skiptingu á markaði. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1325 orð | 4 myndir

Ást er uppspretta ítölskunáms

Árlega kemur hingað til lands ítölskukennari sem bíður jafnspenntur eftir að koma eins og nemendurnir eftir að taka á móti honum. Sigurbjörg Þrastardóttir drakk cappuccino með Roberto Tartaglione og fékk að heyra að það letur ekki endilega nemendur, þótt hlegið sé að þeim í kennslustund. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1057 orð | 3 myndir

deginum& heiminum

Í hádeginu á föstudögum sest hópur ungs fólks við hugleiðslu á sjálft Lækjartorg, mitt í ys og þys miðborgarinnar. Sigurbjörg Þrastardóttir gómaði einn úr hópnum og átti við hann friðsamlegt spjall um réttlæti, frosthörkur og bjartsýni. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 142 orð | 1 mynd

Draugasaga

MIKIÐ hefur borið á draugagangi í orlofsíbúð stéttarfélagsins Drífanda í Miðstræti 11 í Vestmannaeyjum. Eina nótt bar svo við að gestur nokkur fór á salernið. Þótti honum sem ókunnug rödd ávarpaði hann og spyrði hvað hann væri að vilja í íbúðinni. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 75 orð

Flöskuskeyti á framandi strönd

Á LIÐNU vori kastaði Andri Steinn Harðarson , níu ára, flöskuskeyti í sjóinn við Sandgerði. Skeytið var á íslensku með símanúmeri og netfangi Andra. Nýlega barst flöskuskeytið að strönd Norður-Írlands þar sem þrjár telpur fundu það í fjörunni. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 986 orð | 1 mynd

Frá Höfn til Hudson-flóa

SUMS staðar má ganga út frá því sem vísu að finna Íslendinga, eins og í Manitobafylki í Kanada. En að hitta þar fyrir íslenskan flugstjóra hjá Calm Air-flugfélaginu, sem er að hluta í eigu Air Canada, gegnir öðru máli. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 72 orð

Fræðsla um hjónabandið

ÞRIÐJUDAGINN 10. apríl verður fræðsla um hjónabandið og réttindi við skilnað. Fundurinn verður haldinn í Miðstöð nýbúa við Skeljanes, klukkan átta til tíu um kvöldið. Þýtt verður á ensku og taílensku. Viku síðar verður efnið þýtt á pólsku og rússnesku. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 67 orð

Játning Milosevic

MILOSEVIC , fyrrverandi forseti Júgóslavíu, er í gæsluvarðhaldi. Hann er sakaður um glæpi gegn íbúum landsins á 13 ára valdaferli sínum. Hann hefur viðurkennt að hafa á laun fjármagnað uppreisnarheri Serba í Bosníu-stríðinu. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 280 orð

Jóga alla daga

BERGSTEINN og félagar sinna ekki einungis hugleiðslu á föstudögum á torginu, heldur leggja þeir flestir stund á jóga tvisvar sinnum á dag. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 446 orð | 6 myndir

Kvenleg blanda efnis og áferðar í sumar

ANDSTÆÐUR og kynþokki einkenna tískusveiflu kvenþjóðarinnar í vor og sumar og yfirbragð hennar er fínlegt. Svart og hvítt, gróft og fínt, gamalt og nýtt. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 415 orð | 7 myndir

Leitin að breska herramanninum

Hvað þarf breskur herramaður að hafa til brunns að bera? Sigurður Jökull Ólafsson ljósmyndari velti fyrir sér goðsögninni og raunveruleikanum og spurði nokkra sem státa af herramannsnafnbótinni. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 1417 orð | 2 myndir

Stolt af upprunanum

SKÓGARELDAR eru tíðir í Manitoba í Kanada og fjöldi manns vinnur við að vakta svæðið og ráða niðurlögum eldsins þegar á þarf að halda. Einn starfsmannanna er Jón Grétar Axelsson, stöðvarstjóri eldvarna hjá skógrækt fylkisins. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 79 orð

Tindastóll í úrslit

LIÐ Tindastóls frá Sauðárkróki tryggði sér á þriðjudag rétt til að leika til úrslita um Íslandsmeistara-titilinn í körfuknattleik karla í fyrsta sinn. Tindastóll vann Keflvíkinga með 70:65. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 548 orð | 1 mynd

Útreiðar á íslenskum hestum

SNORRI Ásmundsson, bifvélavirki, flutti frá Íslandi til Winnipeg 1970. Meira
6. apríl 2001 | Daglegt líf (blaðauki) | 721 orð | 3 myndir

vopni

Þrátt fyrir erfið veikindi vegna heilaæxlis hefur Engilbert Guðmundsson sýnt að vilji er allt sem þarf til að rífa sig upp og ná árangri. Hann segir Sveini Guðjónssyni frá því hvernig hann fór að því að verða þrefaldur Svíþjóðarmeistari í boccia. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.