HANN hefur verið óþreytandi í því að lýsa yfir sakleysi sín undanfarið, sérstæði rapparinn hann Shaggy.
HANN hefur verið óþreytandi í því að lýsa yfir sakleysi sín undanfarið, sérstæði rapparinn hann Shaggy. Vinsældir hans hafa verið með hreinum ólíkindum undanfarið, sérstaklega vestanhafs þar sem lagið þaulspilaða "I Didn't Do It" hékk í toppsætinu svo vikum skipti sem og smáskífa númer tvö "Angel" og stóra platan Hot Spot er langvinsælasta plata vestra það sem af er ársins. Hver hefði trúað því að Shaggy karlinn væri enn þá heitasta heitt þegar hann braust fram á sjónarsviðið árið 1993 með laginu "Oh Carolina", lagi sem bar öll merki þess að flytjandinn þyrfti að gera sér mat úr 15 mínútna frægð.