BONNIE Prince Billy er aukasjálf bandaríska tónlistarmannsins Will Oldham. Eftir að hafa varið kröftum sínum í ýmis tónlistarverkefni framan af 10. áratugnum, sem einatt voru tilbrigði við Palace-nafnið (t.d.
BONNIE Prince Billy er aukasjálf bandaríska tónlistarmannsins Will Oldham. Eftir að hafa varið kröftum sínum í ýmis tónlistarverkefni framan af 10. áratugnum, sem einatt voru tilbrigði við Palace-nafnið (t.d. Palace Brothers, Palace Music) söðlaði hann um fyrir tveimur árum síðan og gaf út plötuna I See A Darkness undir fyrrgreindu nafni. Á henni kvað við ögn ljúfari (les: aðgengilegri) hljóm en áður, hvar leitað var fanga í bandaríska sveitatónlist m.a. Fyrir stuttu kom svo út platan Ease Down The Road en þar heldur Oldham áfram göngu sinni niður veginn ylhýra.