BANN Rússa við innflutningi á norskum fiski sýnir betur en nokkuð annað hve nauðsynlegt er, að þeir fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. Kom þetta fram hjá Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í gær.

BANN Rússa við innflutningi á norskum fiski sýnir betur en nokkuð annað hve nauðsynlegt er, að þeir fái aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO. Kom þetta fram hjá Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í gær.

Rússar réttlæta bannið við norskum fiski með gin- og klaufaveiki í Bretlandi og á meginlandinu en Stoltenberg sagði, að þeir hefðu enn ekki sýnt fram á hvernig sóttin gæti borist með fiski. Bannið væri hins vegar veruleiki og það sýndi, að nauðsynlegt væri, að Rússar hefðu eftir einhverjum alþjóðlegum reglum að fara í þessu efni og það yrði best tryggt með aðild þeirra að WTO.

Ósló. Morgunblaðið.