Jospin
Jospin
LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, réðst í gær að nýrri stjórn Georges W. Bush í Bandaríkjunum og sagði hana eingöngu sinna eigin hagsmunum án þess að hafa samráð við bandamenn sína á alþjóðavettvangi.

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, réðst í gær að nýrri stjórn Georges W. Bush í Bandaríkjunum og sagði hana eingöngu sinna eigin hagsmunum án þess að hafa samráð við bandamenn sína á alþjóðavettvangi.

"Mér virðist sem þessi stjórn sé ekki einangrunarsinnuð heldur einhliðasinnuð," sagði Jospin í viðtali við blaðamenn frá fimmtán frönskum dagblöðum. Gagnrýndi hann meðal annars andstöðu Bush við Kyoto-bókunina um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda og vék einnig að hinu umdeilda eldflaugavarnakerfi, sem Bandaríkjastjórn áformar að koma upp.

Jospin sagði að svo virtist sem Bush "hefði ekki enn áttað sig á þeim leikreglum sem gilda í alþjóðasamfélaginu," en lauk hins vegar lofsorði á forvera hans, Bill Clinton, fyrir að hafa tekið tillit til sjónarmiða annarra ríkja.

París. AFP, AP.