AGANEFND knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur fellt niður gula spjaldið sem Fabien Ayala, leikmaður spænska liðsins Valencia, fékk að líta á í leik liðsins við Arsenal í meistaradeildinni í fyrrakvöld.
AGANEFND knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefur fellt niður gula spjaldið sem Fabien Ayala, leikmaður spænska liðsins Valencia, fékk að líta á í leik liðsins við Arsenal í meistaradeildinni í fyrrakvöld. Við skoðun á sjónvarpsupptöku af leiknum kom í ljós að Ayala var ekki brotlegur heldur franski varnarmaðurinn og félagi Ayala í Valencia, Jocelyn Angloma, og hann fær því áminninguna í stað Ayala. Ayala getur því andað léttar því hann hefði misst af síðari leiknum við Arsenal - í Valencia, ef aganefndin hefði ekki gripið inn í.