Ólafsfirði- Snjóflóð féll í Kleifarhornið skammt frá Ólafsfjarðarbæ á sunnudag, en það var ekki hreinsað fyrr en á þriðjudag. Snjóflóðið var nokkuð stórt og mun hafa fallið meira en þrjú hundruð metra.
Ólafsfirði- Snjóflóð féll í Kleifarhornið skammt frá Ólafsfjarðarbæ á sunnudag, en það var ekki hreinsað fyrr en á þriðjudag. Snjóflóðið var nokkuð stórt og mun hafa fallið meira en þrjú hundruð metra. Það féll yfir veginn í Kleifarhorninu, en það er vegur sem liggur út á Kleifar og í sjó fram.

Snjóflóðið mun hafa verið meira en sex metra þykkt þar sem mest var. Spýjur féllu jafnframt í flest gilin í Ólafsfjarðarfjalli á svæðinu fyrir ofan hesthúsabyggðina.