Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp á Amber-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Margir af fremstu skákmönnum heims tóku þátt í mótinu. Þótt Ljubomir Ljubojevic (2566) teljist ekki lengur á meðal þeirra teflir hann á hverju ári í þessu ofurmóti.
Staðan kom upp á Amber-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Margir af fremstu skákmönnum heims tóku þátt í mótinu. Þótt Ljubomir Ljubojevic (2566) teljist ekki lengur á meðal þeirra teflir hann á hverju ári í þessu ofurmóti. Það er fengur að þátttöku hans þar sem fyrir utan þetta mót teflir hann sáralítið. Í stöðunni hafði hann svart gegn Boris Gelfand (2712) og tókst þeim síðarnefnda að klekkja á júgóslavneska refnum. 19. Rxe6! fxe6 20. Dg4 e5 21. De6+ Kh8 22. Dg6! Kg8 23. Bxe5! og svartur gafst upp. Eins og flestir skákáhugamenn vita eru í Amber-mótinu tefldar bæði atskákir og blindskákir. Samanlögð lokastaða mótsins varð þessi: 1.-2. Vladimir Kramnik og Veselin Topalov 15 vinninga af 22 mögulegum 3. Viswanathan Anand 13½ v. 4. Alexei Shirov 11½ v. 5.-6. Peter Leko og Boris Gelfand 11 v. 7. Jeroen Piket 10½ v. 8.-9. Zoltan Almasi og Ljubomir Ljubojevic 9½ v. 10.-11. Vassilí Ivansjúk og Anatoly Karpov 9 v. 12. Loek Van Wely 7½ v.