ÍGOR Dygalo, yfirmaður fjölmiðlaþjónustu rússneska flotans, vísaði í gær á bug fregnum um að kjarnavopn hefðu verið um borð í kjarnorkukafbátnum Kúrsk, að sögn Aftenposten . Kúrsk sökk á Barentshafi í fyrra og fórust með honum yfir hundrað manns.

ÍGOR Dygalo, yfirmaður fjölmiðlaþjónustu rússneska flotans, vísaði í gær á bug fregnum um að kjarnavopn hefðu verið um borð í kjarnorkukafbátnum Kúrsk, að sögn Aftenposten. Kúrsk sökk á Barentshafi í fyrra og fórust með honum yfir hundrað manns.

Einn af félögum í rússneskri rannsóknarnefnd vegna Kúrsk-slyssins, Gregorí Tomtsjín, fullyrti í sjónvarpsviðtali á miðvikudag að kjarnavopn hefðu verið í Kúrsk en sagði að ekki stafaði mikil hætta af þeim. Norskur sérfræðingur hefur einnig sagt að hann hafi séð skjöl sem benda til að slík vopn hafi verið í bátnum.

"Gregorí Tomtsjín hefur oft látið frá sér fara slíkar persónulegar athugasemdir án þess að velta fyrir sér hvað þær geta valdið miklum áhyggjum hjá almenningi," sagði Dygalo.