Útivinnandi einstæð móðir.
Útivinnandi einstæð móðir.
LEIKKONAN Jodie Foster ber nú annað barn sitt undir belti en líkt og með soninn Charlie, sem nú er tveggja ára, ætlar hún ekki að gefa upp hver faðirinn er.

LEIKKONAN Jodie Foster ber nú annað barn sitt undir belti en líkt og með soninn Charlie, sem nú er tveggja ára, ætlar hún ekki að gefa upp hver faðirinn er. Foster á von á sér í nóvember og segist hlakka mjög til þess að upplifa barneign í annað sinn: "Ég er á kafi í heilsunni þessa dagana, stunda jóga alla daga og borða eingöngu hollustufæði." Hún segist vera himinlifandi yfir fæðingartímanum: "Við systurnar eru báðar sporðdrekar og erum því skiljanlega heitar fyrir því stjörnumerki." Foster neitar að gefa upp hvort sæðisgjafinn sé hinn sami og feðraði Charlie.

Hún ætlar sér að halda áfram að vinna á meðgöngunni. Nú er hún við tökur á The Panic Room og hefur í undirbúningi handrit að mynd um ævi hinnar umdeildu Leni Riefenstahl, sérlegrar kvikmyndagerðarkonu Hitlers á tímum Þriðja ríkisins.