Tónfræðideild Tónleikar tónfræðadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Þar verða frumflutt verk eftir nemendur tónfræðadeildar.

Tónfræðideild

Tónleikar tónfræðadeildar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.

Þar verða frumflutt verk eftir nemendur tónfræðadeildar. Á efnisskrá eru 474 og Tvær prelúdíur eftir Daníel Bjarnason, Sárið og perlan og Þrenning eftir Pétur Þór Benediktsson, Til þín (sem sendir mér ljóð í bréfi í fyrra og ég gleymdi að svara) og Sót eftir Margréti Sigurðardóttur, Hvörf og Tvísaga, minning eftir Kristján Guðjónsson, 4 Sálmar á Atómöld með texta eftir Matthías Johannessen eftir Davíð Brynjar Franzson og Í draumi hans eftir Þóru Marteinsdóttur. Flestir flytjendur eru úr röðum nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík.

Kammertónleikar

Kammertónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir á morgun, laugardag, kl. 17 í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Á efnisskrá eru Strengjakvartett nr. 1 op. 29 í a-moll, 1. þáttur eftir Franz Schubert, Tríó op. 1 nr. 3, 1. þáttur eftir L. van Beethoven, Trois piéces bréves eftir Jacques Ibert og Oktett fyrir strengjakvintett, klarínettu, horn og fagott D803 op. 166 eftir Franz Schubert.