ÞORSTEINN Gylfason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, flytur fyrirlestur sem hann kallar "Guð almáttugur" í Deiglunni á morgun, laugardaginn 7. apríl kl. 14.
"Nokkuð löng hefð er komin á ferðir Þorsteins til Akureyrar til að kynna áhugasömum hugmyndir sínar. Hún nær a.m.k. aftur til ársins 1981 er Þorsteinn hélt erindið "Rauður fyrirlestur" í Rauða húsinu sem var og hét á Akureyri. Í ritum Þorsteins á íslensku má víða sjá þess stað að ferðir hans til áhugafólks á Akureyri og athugsemdir gesta hafi reynst honum vel við frekari útfærslu ritgerða og má hafa það til marks um hve góðu sambandi hann nær við áheyrendur sína," segir í fréttatilkynningu.
Félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri stendur fyrir fyrirlestrinum.