FYRSTI fundur íslensk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar var haldinn í Reykjavík fyrir skömmu. Nefndin var stofnuð samkvæmt samningi Íslands og Rússlands um samstarf á sviði sjávarútvegs sem undirritaður var í apríl á síðasta ári.

FYRSTI fundur íslensk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar var haldinn í Reykjavík fyrir skömmu. Nefndin var stofnuð samkvæmt samningi Íslands og Rússlands um samstarf á sviði sjávarútvegs sem undirritaður var í apríl á síðasta ári.

Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, fór fyrir íslensku sendinefndinni en V.V. Galagan, varaformaður rússneska sjávarútvegsráðsins, þeirri rússnesku.

Á fundinum voru rædd sameiginleg hagsmunamál Íslands og Rússlands á sviði sjávarútvegsmála. Má þar m.a. nefna reglur varðandi veiðar íslenskra skipa í Barentshafi, eftirlit með fiskveiðum, samstarf Íslands og Rússlands á vettvangi svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana og sameiginleg verkefni fyrirtækja frá ríkjunum tveimur.

Áætlað er að halda næsta fund nefndarinnar í febrúar á næsta ári.