LIÐ Tindastóls frá Sauðárkróki tryggði sér á þriðjudag rétt til að leika til úrslita um Íslandsmeistara-titilinn í körfuknattleik karla í fyrsta sinn. Tindastóll vann Keflvíkinga með 70:65.

LIÐ Tindastóls frá Sauðárkróki tryggði sér á þriðjudag rétt til að leika til úrslita um Íslandsmeistara-titilinn í körfuknattleik karla í fyrsta sinn. Tindastóll vann Keflvíkinga með 70:65.

"Ég er uppi í skýjunum eftir þennan sæta sigur," sagði Valur Ingimundarson , þjálfari Tindastóls. Leikurinn var haldinn á Sauðárkróki en liðið hefur ekki tapað einum leik á heimavelli í vetur. "Áhorfendur upplifðu það í fyrsta skipti að sjá okkur komast alla leið í úrslitin," sagði Halldór Halldórsson , formaður körfuknattleiks-deildar Tindastóls, stoltur af árangrinum.