13. desember 1990 | Innlendar fréttir | 225 orð

Stóragerðismálið: 18 og 20 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði

Stóragerðismálið: 18 og 20 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Guðmund Helga Svavarsson, 28 ára, til 20 ára fangelsisvistar, og Snorra Snorrason, 34 ára, til 18 ára fangelsisvistar, fyrir að hafa orðið Þorsteini...

Stóragerðismálið: 18 og 20 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði

SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Guðmund Helga Svavarsson, 28 ára, til 20 ára fangelsisvistar, og Snorra Snorrason, 34 ára, til 18 ára fangelsisvistar, fyrir að hafa orðið Þorsteini Guðnasyni, bensínafgreiðslumanni á bensínstöð Esso við Stóragerði, að bana 25. apríl síðastliðinn; rænt rúmum 540 þúsund krónum í peningum og tékkum úr peningaskáp bensínstöðvarinnar og horfið á brott í bíl Þorsteins heitins. Guðmundur Helgi var einnig sakfelldur fyrir að hafa keypt erlendis og flutt til landsins allt að 1.000 skammta af LSD.

Í niðurstöðum sakadómaranna Péturs Guðgeirssonar, Helga I. Jónssonar og Hjartar O. Aðalsteinssonar segir að telja verði sannað að það hafi vakað fyrir mönnunum báðum, þegar þeir lögðu af stað í ránsförina, að ráða Þorsteini bana. Dómurinn telur að báðir mannanna eigi jafna og fulla sök á dauða hans. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að árásin á Þorstein var hrotta fengin og undirbúin.

Frá refsingu mannanna dregst gæsluvarðhald sem þeir hafa sætt í um það bil 7 mánuði. Dómurinn sætir sjálfkrafa áfrýjun til Hæstaréttar þar sem dæmd er þyngri en fimm ára fangelsisvist. Þetta mun vera þyngsti dómur í sakamáli hérlendis frá því að tveir sakborninga í Geirfinnsmáli voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í sakadómi árið 1979 en sá dómur var mildaður í Hæstarétti árið 1980 í 16 og 17 ára fangelsi.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.