7. september 2001 | Landsbyggðin | 68 orð | 1 mynd

Skíðafrömuður heiðraður

Björn Þór Ólafsson í Ólafsfirði hefur verið sæmdur æðstu heiðursorðu Skíðasambands Íslands fyrir störf sín.
Björn Þór Ólafsson í Ólafsfirði hefur verið sæmdur æðstu heiðursorðu Skíðasambands Íslands fyrir störf sín.
SKÍÐADEILD Leifturs í Ólafsfirði hélt nýlega skíðamannahóf í skíðaskálanum í Tindaöxl. Tilefnið var m.a. að veita Birni Þór Ólafssyni smáþakklætisvott fyrir áratuga störf að skíðamálum í Ólafsfirði.
SKÍÐADEILD Leifturs í Ólafsfirði hélt nýlega skíðamannahóf í skíðaskálanum í Tindaöxl.

Tilefnið var m.a. að veita Birni Þór Ólafssyni smáþakklætisvott fyrir áratuga störf að skíðamálum í Ólafsfirði. Veitti deildin honum steinplatta, sem myndaði útlínur Íslands.

Þá veitti Skíðasamband Íslands Birni Þór æðsta heiðursmerki skíðasambandsins, Heiðurskrossinn. Það var Daníel Jakobsson, ritari sambandsins, sem veitti orðuna og kom fram í máli hans að aðeins örfáir einstaklingar hafa hlotið þetta æðsta merki SKÍ.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.