Sannleikann eða lífið er eftir Celiu Rees . Kristín R. Thorlacius íslenskaði. Í bókinni segir frá 13 ára dreng, Jósúa, sem neyðist til að fylgja móður sinni heim til móður hennar til að annast hana - ömmuna - í veikindum hennar.
Sannleikann eða lífið er eftir Celiu Rees . Kristín R. Thorlacius íslenskaði. Í bókinni segir frá 13 ára dreng, Jósúa, sem neyðist til að fylgja móður sinni heim til móður hennar til að annast hana - ömmuna - í veikindum hennar. Í sögulok halda mæðginin brott aftur reynslunni ríkari. Meðal annars hefur Jósi kynnst örlögum móðurbróður síns sem var einhverfur og hafði mætt litlum skilningi í skólanum og ekki heldur fengið þann stuðning sem þurfti heima fyrir. Og yngri systkini hans höfðu ekki getað verndað hann þótt þau væru öll af vilja gerð.

Útgefandi er Muninn bókaútgáfa. Bókin er 172 bls. Verð: 1.890 kr.