GRANDI hf. keypti í gær frystitogarann Venus HF af útgerðarfélaginu Hval í Hafnarfirði, ásamt veiðiheimildum en þær eru um 2.900 þorskígildistonn. Kaupverðið er samtals 1.621,5 milljónir króna. Að sögn Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra Hvals hf.
GRANDI hf. keypti í gær frystitogarann Venus HF af útgerðarfélaginu Hval í Hafnarfirði, ásamt veiðiheimildum en þær eru um 2.900 þorskígildistonn. Kaupverðið er samtals 1.621,5 milljónir króna. Að sögn Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra Hvals hf., er ástæða þess, að ákveðið var að selja skipið, sú að veiðiheimildir hafa verið skornar mikið niður á undanförnum árum og því ekki lengur grundvöllur fyrir því að gera skipið út. Kristján segir að kvóti skipsins hafi minnkað jafnt og þétt síðan þá. Hann segist ekki sjá fram á að kvótinn verði aukinn á næstunni. Kristján segist ekki alfarið hættur störfum í sjávarútvegi, Hvalur hf. eigi um 25% hlut í Granda.