Víg Kjartans Ólafssonar eftir Júlíönu Jónsdóttur (1838-1917) er sorgarleikur í einum þætti byggður á frásögn Laxdæla sögu af örlögum þeirra Guðrúnar og Kjartans.
Víg Kjartans Ólafssonar eftir Júlíönu Jónsdóttur (1838-1917) er sorgarleikur í einum þætti byggður á frásögn Laxdæla sögu af örlögum þeirra Guðrúnar og Kjartans. Þetta er elsta leikritið sem varðveist hefur eftir íslenska konu, samið og sviðsett í Stykkishólmi veturinn 1878-79. Einnig er það fyrsta íslenska leikritið sem gert er eftir íslenskri fornsögu. Leikritið er til í einu handriti í Landsbókasafni Íslands og hefur ekki áður komið út á prenti.

Helga Kress , prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, bjó leikritið til prentunar og ritar inngang um höfundinn og upphaf leikritunar íslenskra kvenna.

Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 64 bls. Verð: 1.780 kr.