BJÖRN Jónasson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Siglufjarðar, hefur látið af störfum að eigin ósk. Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri SPS, tekur við starfi sparisjóðsstjóra tímabundið og gegnir því fram að næsta aðalfundi sparisjóðsins.
BJÖRN Jónasson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Siglufjarðar, hefur látið af störfum að eigin ósk. Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri SPS, tekur við starfi sparisjóðsstjóra tímabundið og gegnir því fram að næsta aðalfundi sparisjóðsins. Þetta kom fram í tilkynningu frá sparisjóðnum í gær.

Unnið hefur verið að fjárhagslegri endurskipulagningu Sparisjóðs Siglufjarðar, sem nú sér fyrir endann á, með þátttöku nokkurra sparisjóða og Kaupþings. Björn hefur ákveðið að draga sig í hlé á þessum tímamótum en hann hefur starfað hjá sparisjóðnum frá árinu 1968, þar af sem sparisjóðsstjóri frá 1979.

Sparisjóður Siglufjarðar er elsta starfandi bankastofnun á Íslandi, stofnaður árið 1873. Starfsmenn sparisjóðsins eru 23 talsins.