Að skera út í laufabrauð er mikil list og gott að hafa einhvern sér til halds og trausts sem kann til verka.
Að skera út í laufabrauð er mikil list og gott að hafa einhvern sér til halds og trausts sem kann til verka.
SMÁIR fingur og tærar barnsraddir fengu sérstaklega að njóta sín á jólaföndurdegi sem haldinn var um síðustu helgi í Breiðholtsskóla. Þar var kynslóðabilið brúað því börnin mættu til leiks ásamt foreldrum sínum og ömmur og afar létu sig heldur ekki...
SMÁIR fingur og tærar barnsraddir fengu sérstaklega að njóta sín á jólaföndurdegi sem haldinn var um síðustu helgi í Breiðholtsskóla. Þar var kynslóðabilið brúað því börnin mættu til leiks ásamt foreldrum sínum og ömmur og afar létu sig heldur ekki vanta.

Dagskráin snérist ekki eingöngu um að klippa, skera og líma því eldri barnakór Breiðholtsskóla söng fyrir gesti og töfraði fram jólastemmningu.

Boðið var upp á kakó og kleinur en margir vildu jafnframt spreyta sig sjálfir í bakstrinum og bökuðu og skáru út í laufabrauð. Börnin skreyttu jólakort og kerti og gerðu merkispjöld úr birki. Sum máluðu á leirplatta og eldri nemendur seldu kökur til fjáröflunar í ferðasjóð.