FRÁ því að Tíðis, frétta og upplýsingavefur fyrir Patreksfjörð og nágrenni, var opnaður formlega fyrir nákvæmlega 10 mánuðum eða 27. janúar sl. hafa komið yfir hundrað þúsund heimsóknir á vefinn.
FRÁ því að Tíðis, frétta og upplýsingavefur fyrir Patreksfjörð og nágrenni, var opnaður formlega fyrir nákvæmlega 10 mánuðum eða 27. janúar sl. hafa komið yfir hundrað þúsund heimsóknir á vefinn. Yfir fimmhundruð fréttir hafa verið skráðar og mikið myndasafn er við vefinn.

Í upphafi voru fyrirtæki og félög sem styrktu uppsetningu vefjarins, þá með kaupum á auglýsingum o.fl. á vefinn. Vefurinn er framtak einstaklings á Patreksfirði, með enga styrki frá ríki eða bæ. Nú hefur vefurinn engar tekjur, aðeins kostnað, enga auglýsendur að hafa.

Ljóst er að vefur sem þessi hefur gríðarlegt auglýsingagildi fyrir stað sem Patreksfjörð. Auðvelt er að koma fréttum fljótt í loftið og skilaboðum, sem nær til alls heimsins. Vefurinn er mikið lesinn og skoðaður af fólki frá öllum heimshornum. Stærstu fjölmiðlar landsins nota vefinn til fréttaöflunar frá Patreksfirði og nágrenni.

Það er tölvufyrirtækið Snerpa á Ísafirði sem hýsir vefinn. Tíðis hefur stækkað og er nú svo komið að stærð hans er yfir leyfilegt geymslupláss hjá Snerpu. Til að halda innihaldi vefjarins verða aðstandendur hans að fara að greiða með honum. Óljóst er því hver framtíð vefjarins verður ef ekki tekst að afla tekna fyrir vefinn, segir í fréttatilkynningu.