MAÐUR sem hlaut alvarlega áverka á andliti í árekstri í Eyjafjarðarsveit á mánudag liggur enn á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss.
MAÐUR sem hlaut alvarlega áverka á andliti í árekstri í Eyjafjarðarsveit á mánudag liggur enn á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur á mánudag þar sem hann lagður inn á gjörgæsludeild LHS í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð á mánudagskvöld. Að sögn vakthafandi læknis er maðurinn ekki talinn í lífshættu en hann var enn í öndunarvél í gær.

Hinn maðurinn slasaðist minna og hefur verið útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hann hlaut beinbrot við áreksturinn.