Þjóðarbókhlaða Árleg kvöldvaka Kvennasögusafns Íslands hefst kl. 20. Kvöldvakan er haldin á afmælisdegi Önnu Sigurðardóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Kvennasögusafns 1975 til dauðadags 1996.
Þjóðarbókhlaða Árleg kvöldvaka Kvennasögusafns Íslands hefst kl. 20. Kvöldvakan er haldin á afmælisdegi Önnu Sigurðardóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Kvennasögusafns 1975 til dauðadags 1996.

Þóra Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands, mun fjalla um íslenskar myndlistarkonur til forna, þ.e. Margréti hina oddhögu og allar hinar. Hún byggir frásögn sína á rannsóknum á gripum í Þjóðminjasafni. Þóra mun einnig sýna myndir af þeim gripum er hún fjallar um.

Þóra Kristjánsdóttir er einn þeirra fjölmörgu kvensagnfræðinga er skrifa í bókina Kvennaslóðir sem Kvennasögusafn Íslands gaf út á árinu til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi.

Vilborg Dagbjartsdóttir les frumsamin ljóð og Anna Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson flytja tónlist.

Þá verður opnuð myndlistarsýning Kvennasögusafns í röðinni ,,Fellingar" og nú verður Björg Örvar kynnt til sögunnar.

Bessastaðakirkja Sigurður Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson organisti halda tónleika kl. 20. Leikin verða lög af nýútkomnum geisladiski sem ber heitið "Sálmar jólanna". Lögin eru frá ýmsum tímum en tengjast öll aðventu, jólum og áramótum.

Dagskráin er á vegum Dægradvalar - félags um listir og menningu í Bessastaðahreppi.

Múlinn, Hús málarans Kuran Kompaní ásamt dönsku söngkonunni Karoline Skriver skemmta kl. 20. Kuran Kompaní samanstendur af fiðluleikaranum Szymon Kuran og rafgítarleikaranum Hafdísi Bjarnadóttur.

Á efnisskránni er ýmis spuni og blanda af fjölmörgum tónlistartegundum. Einnig mun hópurinn leikafrumsamda tónlist eftir listamennina.

Karoline Skriver hefur lært söng við Hið Konunglega Danska Músíkkonservatorium, auk þess sem hún starfar sem tónlistarmaður í Kaupmannahöfn.

Gallerí Gorgeir, Korpúlfsstöðum Næstu tvo miðvikudaga verða vinnustofur listamanna opnar frá kl.12 til 19. Þeir listamenn sem verða á staðnum eru Ása Ólafsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir.