FÉLAGASKIPTI Veigars Páls Gunnarssonar eru enn í biðstöðu því norska 1.
FÉLAGASKIPTI Veigars Páls Gunnarssonar eru enn í biðstöðu því norska 1. deildarliðið Strömsgodset, sem hann lék með á síðustu leiktíð, stendur fast við þá ákvörðun sína að vilja fá eina milljón króna frá því félagi sem hann gengur til liðs við hér á landi. Þessa upphæð eru íslensku félögin, sem hann hefur verið í viðræðum við, ekki tilbúinn að greiða en bæði ÍA og Fylkir hafa sýnt áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir.

"Það er verið að vinna í þessum málum og líklega kemst ekki niðurstaða í það fyrr en eftir áramótin. Á meðan svo er liggur ekki ljóst fyrir hvar ég kem til með að spila næsta sumar," sagði Veigar við Morgunblaðið en hann hefur verið að æfa með sínum gömlu félögum í Stjörnunni.