Hver tók ostinn minn? eftir bandaríska metsöluhöfundinn dr. Spencer Johnson er í þýðingu Halls Hallssonar . Sagan er dæmisaga og fjallar um breytingar í lífi fjögurra einstaklinga sem lifa í vellystingum í völundarhúsi.
Hver tók ostinn minn? eftir bandaríska metsöluhöfundinn dr. Spencer Johnson er í þýðingu Halls Hallssonar . Sagan er dæmisaga og fjallar um breytingar í lífi fjögurra einstaklinga sem lifa í vellystingum í völundarhúsi. Lífið leikur við þá og þeir eiga gnægð osta. Einn góðan veðurdag er þó allur ostur uppurinn og lesandinn fylgist með viðbrögðum þeirra. Söguhetjurnar eru félagarnir Þefur, Þeytingur, Loki og Lási.

Í kynningu segir m.a.: "Osturinn er myndlíking fyrir lífsgæði sem fólk sækist eftir; til dæmis velgengni, starf, hjónaband, peningar eða hamingja. Félagarnir eru fulltrúar fjögurra höfuðdrátta í fari fólks. Þefur þefar uppi tækifæri. Þeytingur þeytist um í leit tækifæra, Lási bregst við breytingum þegar hann verður þess áskynja að líf hans breytist til hins betra en Loki hins vegar lokar á allar breytingar."

Útgefandi er Íslenska leikhúsgrúppan ehf. og "Pro Public Relations" á Íslandi ehf. Verð: 2.295 kr.