Í hita kalda stríðsins er eftir Björn Bjarnason menntamálaráðherra og hefur að geyma úrval blaðagreina hans um utanríkis- og alþjóðamál.
Í hita kalda stríðsins er eftir Björn Bjarnason menntamálaráðherra og hefur að geyma úrval blaðagreina hans um utanríkis- og alþjóðamál.

Í kynningu segir meðal annars: "Fáir hafa fjallað af meiri þekkingu um stefnu Íslands í utanríkis- og öryggismálum en Björn Bjarnason. Hann hefur skrifað um þau efni með reglubundnum hætti í meira en aldarfjórðung - jafnt sem blaðamaður, embættismaður og stjórnmálamaður."

Útgefandi er Nýja bókafélagið. Bókin er er 352 bls. Umsjón með útgáfunni hafði Jakob F. Ásgeirsson. Kápu hannaði Sigurgeir Orri. Verð: 3.480 kr.